Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1946, Síða 5

Skólablaðið - 01.11.1946, Síða 5
dr. Sveinbjörn Egilsson, Þjóðin minnist hans sem eins af forvígismönnunum í upphafi sjálfstæðisbarátt- unnar, manns, sem atti ómetanlegan þatt í eflingu þjóðlegrar menningar með málhreinsun sinni. Mennta- skólanemendur minnast hans sórstaklega sem fyrsta rektors skólans eftir síðari flutninginn til Reykjavíkur. Sveinbjörn fæddist 24. febrúar 1791 í Innri- Rjarðvík. Faðir hans, sem var einn af efnuðustu bændum landsins, ætlaði fyrst að gera bónda úr stráknum, en sa bratt, að hann var til annars betur fallinn. Honum var £>ví komið í fóstur til Magnúsar Stephensen, sem þá bjó á Leirá. Sveinbjörn var þá 10 ára, læs, nokkuð skrifandi og "kunni stóra stílinn í Balles lærdomsbok". Magnús lót kenna honum latínuskolalærdom, og var hann útskrifaður árið 1810 af sr. árna Helgasyni, sem síðar var í Görðum. pá geisuðu Napoleonsstyrjaldirnar, og varð Sveinbjörn því að bíða 4 ár eftir að komast til Kaupmannahafnar. Er þangað kom, lauk hann hinum lögskipuðu undirbúnings- prófum á 10 mánuðum, með mjög góðum eink- unnum. Hið fyrra þessara prófa var endur- tekning stúdentsprófsins, hið síðara sam- svaraði núverandi heimspekiprófi. Þo var prófað í miklu fleiri greinum þá. Síðan las hann guðfræði í 3 ár og lauk embættis- prófi 11. janúar 1819. Líklega hefur Sveinbjörn verið afskaplegur "kúristi", því að guðfræðinámið var ekki tekið ut með sitjandi sældinni. Tvö þrælþung tungu- mál, hebresku og arabisku, lærði hann fra stofni. Gamla testamentið las hann a hebresku, nema. eitthvað í Jobsbók á ara- bisku, en hið nýja á grísku. Þo gaf hann sór tíma til að læra dans og flautuleik, en orti lítið eða ekkert-. Nokkrum mánuðum eftir að hann lauk profi, sigldi hann til íslands, þa nýskipaður kennari við Bessastaðaskóla. Því embætti gegndi Sveinbjörn í 27 ár, en var rektor skólans í 5 ár eftir flutninginn til Reykja- víkur. I'yrstu 3 árin hór á landi taldist hann í Viðey, en fluttist síðan alfarinn að Bessastöðum, Þar var hann í 13 ár, en fluttist þá að Eyvindarstöðum á álftanesi og hafði þar bú, unz hann fluttizt til Reykjavíkur 1846. 20. júní 1822, giftist hann Helgu, dóttur Benedikts Gröndal dómara við lands- yfirróttinn. Þau eignuðust 10 börn, þekktast þeirra er Benedikt Gröndal skáld. Sveinbjörn var allvel efnum búinn, þótt launin vsru lág, naut hann þar föðurarfsins. Hann gat því starfað að margvíslogum frsðistörfum utan kennslunnar. Þess er enginn kostur að geta hór nema þess allra helzta af fræðistörfum hans og því síður að leggja á þau nokkurn dóm. Til þess hef óg auðvitað ekkert vit, Hann var mikill lærdómsmaður að þeirrar tíðar hstti, jafnvígur á ís'lenzku, dönsku, latínu.og grísku. Auk þess var hann vel að sór í hebresku, arabisku, arameisku (það mál mun Jesús Kristur hafa talað), ensku, frönsku og þýzku. Bokasafn hans var allmikið, og hann átti stöðugar brófa- skriftir við ýmsa innlenda og erlenda fræðimenn, t.d. JÓn Sigurðsson og Rask, Hróður hans sem vísindamanns fór einnig víða, og árið 1843 sæmdi haskolinn í Breslau hann doktorsnafnbot. Malfræði var helzta áhugamál hans, og á því sviði vann hann mesta vísindaafrek sitt. Það var samning orðabókar yfir fornskáldamálið með latneskum þýðingum. BÓkin, Lexicon poeticum antiquæ linguæ septentrionalis, kom fyrst út skömmu eftir dauða Svein- bjarnar, og aftur 1913-16, þá endurskoðuð i

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.