Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.11.1946, Page 6

Skólablaðið - 01.11.1946, Page 6
- 6 ■ af Finni jónssyni og þýðingarnar á dönsku. Hun var rúm 20 ár í smíðum, enda "mesta þrekvirki, sem einn maður hefur unnið í norrænni málfræði". Auk þessa gaf Svein- hjörn út Snorra-Eddu, samdi vísnaskýringar og ýmsar ritgerðir og gaf út ýmis forn kvæði, einkum í skólahoðsritum. Það voru rit, sem send voru með hoðum um að hlýða á próf skólanna. Þyðingar hans eru margar og merkar. í latínu þýddi hann 11 hindi fornmanna- sagna fyrir fornfræðafólagið. En þekktustu þýðingar hans eru á Odysseifs og Ilíons- kviðum. Þær voru upphaflega á óhundnu máli, en síðar sneri hann nokkru af þelm í hundið mál, Þessar og margar aðrar þýð- ingar úr forngríslcu gerði hann upphaflega lærisveinum sínum til hægðarauka við nam-? ið, en síðar voru margar þeirra prentaðar, mest í hoðsritunum. Bíhlíuþýðingar fókkst hann og við. Aðra Mosehók, Jesaja,Esekíel, Daníel og alla minni spámennina þýddi hann ur hehresku og Opinherun Johannesar ur grísku. Sveinhjörn orti og nokkuð a íslenzku, latínu og grísku, Nokkur kvæði hans og harnavísur eru alkunnar, Sem dæmi ma nefnaj Ei gloir æ á grænum lauki og Heims um hól, sem hann stældi úr þýzku,og harnavísurnarj Fljúga hvítu fiðrildin og Eitthvað tvennt á hnó óg hef. En mest af skáldskap hans fellur ekki í smelck nutíma- manna. Sum kvæðin eru geysifornyrt, önnur tækifæriskvæði, sem engan áhuga vekja lengur. Þetta yfirlit gefur aðeins ófullkomna hugmynd um, hve geysilegur afkastamðaur Sveinhjörn var og menntaður vísindamaður. Afrek hans verða enn meiri, ef þess er minnzt, að jafnframt ké^ndi hann mikið og stóð alloft í talsverðum húnaðarfram- kvæmdum. Þá er að geta að nokkru kennslu hans og skólastjórnar. Á Bessastöðum kenndi hann grísku, veraldarsögu og dönsku. En Jþótt þessar greinar stæðu á kennsluskránni er sú enn ótalin, sem hann kenndi mest og hezt, þótt ekki væru í henni ákveðnir tímars íslenzkan. Yfirleitt er kennslu Sveinhjarnar hrósað, og allir segjast hafa lært af honum íslenzku. Hann virðist hafa verið lipur kennari og lærisveinum sínum hjalplegur, og allir haru þeir djúpa virðingu fyrir honum vegna vísinda hans. í Reykjavík kenndi hann íslenzku, sögu, grísku, og hafði auk þess latneska stíla. Gríska var þá enn kennd £ öllvim hekkjum og var hún ætíð aðalkennslugreir. Sveinhjarnar. Sögukennslan var ekki ósvipuð þv£, sem nú er. Þann eina vetur, sem Sveinhjörh kenndi hana £ Reykjav£k, var hún dönsk hók, á t£mahili hafði hann kennt með fyrirlestrum, Fyrsta veturinn lcenndi hann fslenzku með þvi' að lata sveina þýða skriflega úr e.rlendum malum, en nrasta vetur hóf hann kennsluna asamt öðrum með líku sniði og enn tiðkast.Þo var frá hyrjun lögð meiri stund á lestur hókmennta. Sveinhjörn kom litið nalægt stjórn skólans, fyr en hann var skipaður rektor. Yið þvi embætti tók hann 1846. . Iður hafði hann siglt til Danmerkur og kynnt sór skólamál. FÓkk hann miklu ráðið um hina nýju reglugerð, en þó ekki öllu, sem hann vildi. En ekki voru allir ánægðir með skólastjórn hans, og óánægja pilta náði hámarki með sam- blæstrinum 1850, pereatinu fræga, Svein- hjörn sigldi eftir það til Danmerkur og var settur aftur £ öll sí.n róttindi óskert. ÞÓ var hann aðeins rektor einn vetur enn, þá tók Bjarni Johnsen við og hældi allan óróa niður með harðri hendi. Sveinbjörn var með minni meöaimcnnum a vöxt, grannur og ekki sterlnrr, en lipui Hann var skolhærður, nokkuð kringluleitur nefstór, frernur munnfriður og hökul£till. Hann var ekki skapstór, aluðlegur og gat orðið angurvær. Starfsmaður var hann ætið mikill, "næmi og minni voru i góðu meðal- lagi, en skarpleiki og greind £ betra lagi, og það, sem heitir smekkur, i hezta lagi, þvi að hann fann svo vel og fljótt það tilhlýðilega" segir einn vinur hans. Sveinhjörn dó 17« ágúst 1852. Visinda- afreka hans mun lengi verða minnzt, slcerfur hans til islenzkrar þjóðmenningar fyrnist aldrei. ÞÓR VILHJÚLMSSON.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.