Skólablaðið - 01.11.1946, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.11.1946, Blaðsíða 9
i ár« jff*íái k&l i*>i :iff% !• t.......í%^é"W^*^«*§ i*«""""lt Það er sagt, þegar ungir menn leggja ut a rithöfunda"brautina, að þeir taki oft til fyrirmyndar ser reyndari menn. Nu hefur komið fram á sviðið bráðefnilegur höfundur og virðist sá einkum taka sér tilj fyrirmyndar hinn fræga barón Munchausen og; hefur honum farizt það eigi óhönduglega, Þegar menn lesa slíkar ýkjufrásagnir, eru þær eigi teknar hátíðlega heldur brosa menn í kampinn. Ég ætla þó að leyfa mér að benda á nokkrar veilur í þessari skoplegu ritsmíð hins unga skálds. Hr. ólafur Haukur Ólafsson segir, að i inspector scholae hafi tilkynnt atkvæða- tölur 170 manna, þegar scriba var kosinn. Þetta er ágætt dæmi um óheiðarlegan og ovandaðan málflutning hr. ólafs Hauks ólafssonar. Það var birt á fundinum at- kvæðatölur 215 manna, enda var sú tála skrifuð niður, þegar á fundinum sjálfum. i Síðan fer hr. ólafur Haukur Ölafsson j að tala um hina alræmdu ritstjórnarkosn- ingu og hið mikla fylgi Rögnvaldar Jons- sonar. Ég véit með sanni, að R.J. hefur mjögi lítið fylgi í skólanum, enda hlaut hann aðeins 67 atkvæði eða l/5 hluta atkvæða, þrátt fyrir mikla "agitation" hr. ólafs Hauks ólafssonar og fylgifiska hans. Þettaj raup hr. ólafs Hauks Ölafssonar um rit- stjórakosninguna fellur því um sjálft sig.j Ennfremur segir þessi efnilegi rit- hc'fundur, að írni Guðjónsson hafi aðeins hlotið 35 atkvæði við inspectorskosningunaj og það að verðleikum. ölafur Haukur virðist alls ekki vita,{ að framboð Jírna var einungis tll þess að tryggja B j . Braga inspectors sætið, og var þetta allt skipulagt af 6. bekk. Hr. ólafur Haukur Ólafsson þekkir ekkert til JÍ.G., en hann veit, að hann er kommúnisti og þá er hann ekki lengi að mynda sér skoðanir um manninn. Logik hr. j ólafs Hauks ölafssonar er eitthvað á þessaj leiði Kommúnistar eru vondir menn. Árni Guðjóns er kommi. Árni Guðjóns er illmenni. Það er afleitt, þegar ungir og efni- legir rithöfundar mynda ser skoðanir um menn og málefni án pess að kynna sér þau áður. Slíkt gæti háð þeim eitthvað a framabrautinni. Það er alger óþarfi að tala um kosninguna í selsnefnd, því að eins og allsstaðar í greininni hagræðir hr. ðlafur Haukur ðlafsson sannleikanum eftir vild. Svo kemur rusínan hjá hr. ólafi Eauk öl°fssyni, Eann segirt "Þessi og aðrar nefndarskipanir (selsnefnd og rit- nefnd) bera það ljoslega með sér, að í þær voru skikkaðir þeir, sem B.B.J. þotti vænlegastir til nægilegs skriðdýrs- og undirlæg.juháttar. Vill þa hr. ólafur Haukur ölafsson halda því fram, að B.B.J. hafi skikkað Þor Vilhjálmsson, bekkjarbróður hans og félaga í ritnefnd, af því að B.B.J. hafi þótt Þ.V. vænlegastur til skriðdýrs- og undirlægjuháttar? Ég hefði ekki talið eftir mér að sýna jafn merku skáldi og hr. ólafur Haukur ólafsson er, lög og reglugerð skólans, en því miður hafði ég þær ekki með hondum, Af grein hr. Ólafs Hauks ðlafssonar má sjá, að hann þjáist af mikilmennsku- brjálæði, eða hann er undir áhrifum sér verri manna• Bjarni Guðnason. Úr 4. C Einar Magg; lestu hærra. Öli Haukur: Komdu nær. Einar Maggí Áaben þyðir eiginlega opinn, þ.e.a.s. ekki lokaður. Einar Magg enni Tvíkvæni þyðir að eiga tvær konur á fæti. Einar Maggj Kærlighedens Genstand þyðirj andlag astarinnar. ðli H.t Þolandi ástarinnar meinarðu.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.