Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1946, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.11.1946, Blaðsíða 12
Nu halla tekur sumri, og haustio leggst að hænum með húmdökk kvöld og stjörnur og manaskin um nótt. 0g holskeflurnar rísa og hrynja a dökkum sænum, í hljóðum da.nsi norðurljósin liðast mjukt og rótt. 0g næturhúmið rofið er af hleikum geislum, hjörtum er hlessað gamla tunglið kyssir Reykjavíkurhorg, Og ótal draumar fæðast í æskuglöðum hjörtum og ótal draumar hregðast og fylla lífið sorg. Því æskan vefur dagsins annir draumsins solareldi, en dökka skugga veruleikans óttast hún og flýr. Er stjörnuljósin hlika á haustsins hljóðu kveldi, hún hugfangin sór unir við gullið ævintyr. En einkennilegt er það, hve lífið oftast lætur lítið verða úr ævintýri því, sem fegurst er. Á. döprum nóttum æskan því drauma sína grætur, og dulinn harm í hrjósti hún oft og tíðum her. En tíminn vefur þjáðan í þöglum líknararmi og þerrar tár af hvörmum og læknar dýpstu sorg. Og einmitt þetta samhland af sælu og af harmi, af sólskini og myrkri er lífsins skýjahorg. "VALUR" L

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.