Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1946, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.11.1946, Blaðsíða 13
- 13 - Kl. 9, mánudagskvöldið 18. nóvem'ber sat óg við borð úti í horni í Oddfellow og virti fyrir mér mannskapinn, sem mætt- ur var. Það var fremur fámennur hopur, aðallega l.,2., 3. og 4. bekkingar. Af kennurunum 'voru rektor, Einar Magg, Stef- anía,Sveinn Bergsveinsson og Finnbogi Guðmund'sson, Mer er ekki fyllilega Ijóst hvað klukkan var, þegar Björn Sigurbjörnsson, formaður Fjölnis, steig í stólinn og setti skemmtunina, eg veit bara, að það var löngu eftir auglýstan tíma. Ræða hans var fremur stutt og fjallaði um starf og sögu felagsins. Að henni lokinni lek FÓtur Urbantschitsch nokkur lög á chello með undirleik Euthar,systur sinnar. (Per- . sónulega hef óg ekki hundsvit á tonlist, en PÓtur hefur tilkynnt mór, að hann hafi einu sinni farið út af laginu. Ég só ekki að það geri neitt til, þar sem óg veit eklci til að nokkur viðstaddur hafi kunnað lögin). Síðan þakkaði Björn Sigur- björnsson systkinunum góðan leik og óskaði þeim mikilla framfara í list sinni, en þetta síðasta þótti mór nú hálfófor- skammað. Því næst las Magnús ÞÓrðarson kvæði við góðar undirtektir. Svo byrjaði dansinn. Hann fór fram á venjulegan hátt, nema hvað lítið var um vangadans og önnur fín tilbrigði. Þetta mun aðallega hafa stafað af of miklu ljósi og fámenni, auk þess sem þarna voru eihkum neðri bekkingfir, eins og áður er sagt, og þeir eru yfirleitt fremur stutt á veg komnir í ballmenningu, eins og menn vita. Þegar líða tók á ballið, fór romantíkin þo nokkuð að færast í aukana, - mór og öðrum áhorfendum til gleði. - Annars var dansinn fremur almennur, kennararnir dönsuðu allmikið, einkum Einar og Finnbogi, og var það dömunum ósegjanleg ánægja. Ekki lótu strákarnir heldur Stefaníu verða afskipta, einkum vakti það almennan fögnuð, þegar Eikki í fyrsta bekk dansaði við hana, enda var bersýnilegt að bæði nutu dansins £ ríkum mæli. Kl. 2 var bessu ágæta balli lokið, og fór þá hver heim til sín, þ.e.a.s. þegar hann var búinn að fylgja dömunni heim, ef einhver var. Yfirleitt má segja, að Fjölnisballið hafi tekizt vel, og vona óg,að það hafi orðið öllxun áðilum til ánægju, A.m.k. .hafði óg aðeins gott af því að se^ja, - ef frá er talinn þríkallinn, sem eg splæsti á jónsa, og aðg'öngumiðinn, sem kostaði 15 krónur í fríðu.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.