Skólablaðið - 01.11.1946, Blaðsíða 22

Skólablaðið - 01.11.1946, Blaðsíða 22
tyÁKHi&KA&fÖNXÖN'' Halldor Kiljan Laxness stendur í fremstu röð íslenzkra rithöfunda fyrr og síðar, Hann er ovenjulega afkastamikill rithöfundur, og liggur eftir hann fjöldi bóka, frumsamdra og þýddra, enda þótt hann sé enn a hezta aldri, aðeins rumlega fertugur. Hann er fæddur árið 1902 í árroða nýrrar aldar, tuttugustu aldar- innar, enda er hann skil- getið afkvæmi hennar, þótt hann hins vegar gagnryni hana vægðarlaust og vísi veginn fram á" við. ErfÖafræðingar segja, að listgáfan geti birzt í margvíslegum myndum.Þetta sannast á Halldóri. Hann er af listhneigðri ætt, sem stundaði mjög hljóð- færaleik. Faðir hans var organleikari, og lagði Halldór stund á þá list í æsku, Var þá" fyrirhugað, að hann legði hl'jómlist fyrir sig sem ævistarf, og þott ekki yrði af því, er hann þó allleikinn í slaghörpuleik, en í þeirri list hefur systir hans getið sér álitlega frægð. Bernskuheimili Halldórs var á bænum Laxnesi í Mosfellssveit, Menntaþráin beindi þó* braut hans snemma fra heimahög- unum, Til er þjóðsaga um pilt, sem kom ofan úr Mosfellssveit til Reykjavíkur í vaðstigvélum og með nefklemmur og ætlaði að gerast skáld, kennari og sigurvegari. Hvað sem því líður, settist Halldór Guð- jónsson frá Laxnesi £ þann fjortan skalda bekk Menntaskólans í Reykjavík, sem víð- frægur er orðinn, og mun hafa verið talinn eitt hinna fjórtán skálda. Halldór var ekki gefinn fyrir að grafa pund sitt í jörðu. Þegar hann, ari 1919» gefur út "á kostnað höfundarins" fyrstu bók sína, "Barn náttúrunnar", er hann aðeins seytjan ára, og synir sa ungi aldur mj er ástar ungum mrnni. í henni kemur fram það sam- band, sem höfundurinn hefur á tilfinning- unni, að ríki a milli ástar karls og konu og hinnar lifandi, villtu og frjosömu náttúru, Sagan ber allmikinn keim af til- finningastefnum þeim, sem boða mönnum afturhvarf til náttúrunnar, en ber það hins vegar með ser, að skoð- anir og l£fssjónarmið hins unga skalds eru enn mjög omótuð og öll £ deiglunni. Bokin ber vitni um allmik- inn kunnleik á bókmenntum, einkum a ritum Björnssons og Hamsuns, Aðalsöguhetjurnar heite Hulda og Randver, HÚn er heiðin sveitaótemja, sem ráfar um i næturþokunni, á vini meðal dýra, blóma og álfa, klifrar i klettum og klungrum og lifir l£fi sinu að hálfu leyti i draumum og ævintýrum, sem hun býr til sjálf. L£fssjónarmið hennar felast i orðum, sem hún hefur oft yfir: "Daið er allt án drauma og dapur heimurinn". En hún er saklaus og hrein i hugsunum og einlæg £ ást sinni og virðist vera nokkurs konar sambland hinnar sigildu kvenhugsjón- ar skaldanna um gyðjum lika kvenveruj-^ágra,- ástríka, dyggðuga og skirl£fa og hugsjónar frumstæðisstefnunnar (primitivismans) um villt, frjálst, fagurt og áhyggjulaust lif i skauti gjöfullar náttiíru. Þessar hug- sjónir eru furðanlega vel samtvinnaðar og settar i ramma hins kyrrláta, íslenzka . sveitalífs. ÞÓ finnst mér, að kvenvera eins og Hulda geti tæplega verið til, eins og allt er í pottinn búið um uppeldi og lifs- kjör manna, Prá heilsufræðilegu sjónarmiði eingöng-u skoðað er tilvera Huldu mjög hæpin, þar sem allt rölt hennar, berfættra.T og faklæddrar i sumarnæturþokunni gæti hæglega hafa gert hana heilsulausa. Við )ög bráðan þroska. Barn náttúrunnarmat a sögunni er það þó harla þýðingarlitið rsaga, eins og búast má við af svojatriði, þar sem lita ber.fyrst og fremst á

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.