Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1946, Blaðsíða 23

Skólablaðið - 01.11.1946, Blaðsíða 23
- 23 Huldu sem hugsjónakvenveru eða draummynd skaldsins, en síður sem túlkun á afstöðu þess til raunverulegrar kventegundar.Slíka hugsjónaveru á skáldið eðlilega auðveldast með að skapa á unga aldri, þegar alvara og ömurleiki lífsins hefur ekki mœtt á honum að ráði. Hin aðalsöguhetjan, Randver, er einn- ig töluvert óraunveruleg í eðli sínu, en er horinn uppi af hugsjonaauðlegð höfund- arins. Randver er ungur og forríkur fast- eignasali frá Ameríku, sem kemur í heira- sokn til sttlands síns og dvelst ser til afþreyingar á hæ föður Huldu í sveit þeirri, sem fóstrað hefur Randver o^ flest ættmenni hans. Randver er að vísu rolega og skynsamlega íhugandi maður, en er óraunverulegur að því leyti, að hann töfr- ast svo af Huldu og undraheimi hennar, að hann segir skilið við auðæfi Vesturheims og gerist einyrki íslenzkrar moldar, Inni- legar' ástir takast með þeim Huldu og Randver. Þau miðla hvort öðru af lífsspeki sinni og komast að þeirri niðurstöðu, að hin æðsta hamingja só ávöxtur lífsgleðinn- ar, sem leiði menn til guðs. BÓkinni lýkur með hænarorðum úr Faðirvorií "Gef oss í dag vort daglegt hrauð. . , . Og fyrirgef oss vorar skuldir, - - " í þessari frumsmíð meistarans má finna drög að ymsu, sem síðar þroskast með honum í enn ríkara mæli. Fyrir þá sök er hun markverður lykill að þróun lista- mannsins. f henni her töluvert á þeirri togstreitu milli ljóðrænu og raunsæi, sem síðan hefur einkennt mörg verk Halldórs, í þessari fyrstu hók hans, held ég, að megi segja, að Ijóðrænan skipi öndvegið, enda er það eðlilegt, þar sem um astarsögu eg jafnframt frumsmíð unglings er að ræða. Frasögnin sindrar öll af æskuglaðri hjart- sýni. Höfundurinn hefur undravert vald yfir efninu og sveigir lögmál framvindunnar til skilyrðislausrar hlýðni við vilja sinn og skáldlegt hugarflug. Frásögnin er leikandi lett og stíllinn vel læsilegur. Nemendur Menntaskólans í Reykjavík mega vera hreykn- ir af þessu afreki höfundarins, er hann vann, um það leyti, er hann var við nám í þeim skóla. Fjórum árum eftir útkomu Barns nátt- úrunnar kom út næsta hók Halldórs,Hokkrar smasögur. Um gildi hennar er mér ekki kunnugt. Þriðja hók Halldórs kom út ári síðar, þegar hann var tuttugu og tveggja ára, og har hún nafnið Undir Helgahnúk. Mynd af kirkju var framan á kápunni, og höf- undur hafði hætt við sig nýju nafni, Kiljan, sem hann hefur hlotið við kaþólska skírn. Kenniheitið "frá Lax- nesi" er orðið að ættarnafninu Laxness, Þar með var nafn skáldsins alskapað og öðlaðist þann skáldlega hljóm, sem það hefur nú í eyrum hvers íslendings. 1 undanförnum árum hafði Halldór sökkt sér niður í trúmál, gerzt kaþólskur og geng- ið í franskan klausturskóla fyrir milli- göngu Meulenhergs hiskups, en hafnað prófi og prestvígslu. Kom hann síðan aftur til Reykjavíkur í þeim tilgangi að taka stúdentspróf, en féll sökum van- kunnáttu í stærðfræði og virðingar- skorts fyrir stafsetningar- og merkja- setningarreglum skólans. Næsta ár kom út eftir hann hókin Kaþólsk viðhorf. Hvorug þessara tveggja framangreindu hóka er ýkja merkileg. í þeim kemur þo fram þungur undirstraumur mannlegra tilfinninga, trúhneigðar og sannleiks- leitar. Innsta viðhorfi hins unga manns, sem svo margt hrauzt um í a þessum arum, mun ekki illa lýst með setningu ur Undir Helgahnúk, andvarpi ungrar stúlkuj "En hvað mér finnst heimurinn yfirnáttúr- legur", og sömuleiðis með orðum skálds- insl "Ne hjarta mannsins, hverju það gleymir. - Það veit enginn, hvað þögnin geymir. Og það veit enginn, hvað hafið dreymir". Blæja hinnar trúrænu dulúðgi hvílir yfir öllum hugarheimi skaldsins. Sama ár og Kaþólsk viðhorf komu út, árið 1925, skrifar ICiljan Vefarann mikla frá Kasmír suður í Taormina á Sikiley. SÚ hólc mun ekki hafa verið ginnandi við fyrstu sýn, því að það tók tvö ár að koma henni á prent, HÚn er þó talin mik- ilfenglegust allra æskurita Halldórs. BÓkin fjallar um íslenzkt skáld og rit- höfund, sem höfundur kallar Stein elliða Iíið ytra leikur allt £ lyndi fyrir Stein elliða, 0g honum hlotnast auður og frægð en hið innra er hann tvískiptur. Þar togast verðmæti þessa heims og annars á um áhrifavaldið yfir sál hans. Hann er tákn þeirrar manntegundar, sem stirðnar ekki í kennisetningum kristni eða kirlcju en heldur áfram linnulausri sigurleit að sannleika, réttlæti 0g mannúð.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.