Skólablaðið - 01.11.1946, Blaðsíða 28

Skólablaðið - 01.11.1946, Blaðsíða 28
- 28 ÞROSKÚSTIG. Frh. af bls. 4. anna, Lítilloga drap hann þó á herstoðva- málið, enda komst hann ekki hja því, þar eð honum var kunnugt um fyrirsögn þa, er stóð á auglýsingunni um þennan fund. Gaf ræða hans því alls ekki tilefni til um- ræðna, en ölafur Haukur Ólafsson gerði þó" nokkrar athugasemdir og spannst af því tvítal nokkurt. Íl Skúla matti þo skilja að hann væri andvígur afhendingu nokkurs íslenzks landsvæðis til erlendra ríkja. ólafur Haukur og Jonas Jonsson frá Hriflu cru hins vegar einu "íslendingarn- ir,!, sem ég hef heyrt lýsa yfir því, að sjálfsagt sé að láta Bandaríki Norður- ilmeríku hafa hér stöðvar. £ þossum fundi átti "Framtíðin" að kjósa mann í dansnefnd skolans. Margir voru tilnefndir, en þegar gengið var til atkvæða skiptust þau þann- ig, að Kristján Oddsson fékk 16 atkvæði. Næst voru menn þeir, er vildu ljá Daða Hjörvar fylgi sitt,beðnir að gefa merki, með því að rltta upp hendina. Þegar talið hafði verið,kom í ljós, að honum fylgdu einnig 16 menn. Retti þa Daði sjálfur upp hönd sína og hlaut kosningu með atkv. sínu. Vegna þes'sara persónueiginleika Daða mun ég því að sjálfsögðu lja honum rúm í næsta blaði til þess að bjoða sjalfan sig velkominn í nefndina. k síðari fundi "Framtíðarinnar" atti ólafur Haukur ólafsson að hafa framsögu um Kommúnismann. Líklega mun ölafur ekki hafa treyst ser til að flytja ræðu um þetta mal, Hvernig, sem því er háttað flutti hann ekki neina framsöguræðu, heldur las hann nokkra pistla á víð og dreif upp úr riti, er her var gefið út fyrir stríð. Rit þetta var gefið út a vegum nazista- flokksins, sem hér starfaði opinberlega á árunum fyrir síðustu heimsstyrjöld. Ritið ber hakakro'ssmerkið framan á kápu og heitir Sannleikurinn um kommúnismann. Formala þess hefur Gísli Sigurbjörnsson skrifað, en höfundar er ekki getið, Þarf ekki frekar að rekja efni þessarar "fram- söguræðu", þar sem nemendum er nu kunn- ugt merki það og nöfn, sem við ritið eru tengd. Ji þessum forsendum gátu ekki spunn- iz.t neinar umræður um kommúnismann, þ.e. "teoriuna" eins og upphaflega mun hafa verið ætlazt til. Hins vegar urðu all- miklar umræður á þessum fundi. I.fergir toku til mals og stóð fundurinn fram á nótt. Það, sem einkenndi þennan fund var aðallega það, hve ábyrgðarlaust tal framsögumanns og raunar fleiri var. Enda samþykkti fundurinn að víta harðlega slíkt ábyrgðarleysi, sem fram hafði komið í ræðum ólafs Hauks. Það hefur valdið mér dálitlum heila- brotum, hvort ég ætti að hafa hér eftir eitthvað af því, sem ólafur Haukur sagði., Ég hef ákveðið að gera það, ef verða mætti til þess að vekja nemendur til umhugsunar um það, að þeir geta ekki alla sína ævi þvaðrað og blaðrað í skjoli þess? að þeir séu ekki teknir alvarlega. Til dæmis getur nemandi í 4. bekk Menntaskól- ans ekki ætlazt til þess, að honum sé fyrirgefið allt,sem hann segir eins og maður gerir við törn, sem hafa numið nokk- ur orð,en setja þau saman á svo kl-.mfa- legan hátt,að þau gætu sagt setningu eine og t.d. eg skal drepa pabba og mömmu. ðlafur Haukur óskaði "að þau skóla- systkin hans, sem eru kommúnistar, verði ekki langlíf". Hann sagði, að Gyðinga utrýming sú, er nazistar beittu sér fyrir væri "eins nauðsynleg og rottueyðing í ReykjavíkV Ég tíni nú ekki upp fleira, en þetta ætti að nægja, sem dæmi um skort á virð- ingu fyrir öllu nema sér og skoðana- bræðrum sínum, Ég get ekki gert mér grein fyrir af hverju þetta stafar, Það getur enginn nema sálsýkisfræðingur, sem sérstaklega hefur kynnt slr sálarástand þeirra manna, sem hafa tileinkað sér "Herrennoral". Vonandi verða margir fundir haldnir í"Framtíðinni"á því tímabili, sem eftirer af þessu starfsári. Ég hvet nemendur til að mæta vel á. þeim fundum og taka þátt í umræðum og um fram allt að viðhafa ekki slíkt orðbragð sem sumir ræðumenn létu sér um munn fara á síðasta fundi Framtíð- arinnar. Á.G.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.