Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 4
- 4 - hefur ekki orðið í einu vetfangi. Eftir því sem fylgi kristn- innar jókst fóru fleiri og fleiri að halda jólin hátíðleg, sem afmælisdag Jesú Krists, þó að hvergi sé stafkrók að finna í hiblíunni um á hvaða tíma árs Jesú só fæddur. pannig breyttu kristnir menn um eðli jólahátíðarinnar, eða miðs- vetrarhát í ðarinnar. Þetta er ekki ósvipað ]?vx, að einhver flokkur manna færi að halda 17. júní hátíðlegan í tilefni af því, að þá hefði verið haldinn fyrsti hrossamarkaður á þessu landi fyrir svo og svo mörgum árum, Ef jbessi floklcur manna væri svo f jöl- mennur að áhrifa hans gætti meira en hinna, sem halda 17.. júní hátíðlegan £ tilefni af stofnun lýðveldis á íslandi, mundi merking hatíðarinnar breytast. Þegar einhver dagur hefur verið haldinn hátiðlegur um langan aldur, er eklci gott að afmá hann sem hatíðisdag. Auðveldara er að breyta smátt og smátt um eðli og tilgang hátiðarinnar. Þannig er þessu farið með jólin. Þau eru nú orðin hstíð kaupmanna og allskonar braskara, sem hafa ósjálfstæðan lýðinn að fóþúfu. Enn eru jólin haldin í tilefni af fæðingu Jesú Krists, en ekki mun þess langt að bíða, ef svo heldur áfram sem undanfarið, að jólin verða slitin úr tengslum við fæðingu Jesú. Ekki mun þó vera hætta á að jólin leggist niður. Þau munu verða haldin hátíðleg áfram. Þá verða þau bara viður- kennd hátíð slátrara, rjúpnaskyttna, kaupmanna og annarra braskara. Að endingu vil óg svo segja við þá, sem halda hátiðleg jól í tilefni af afmælisdegi Jesú Krists frá Nazarets Til hamingju með afmælisdag Jesu. Við þá, sem gera jólin að matar og drykkjuhátíð og bendla Jesú við, segi óg: Verði ykkur að góðu, Og loks vildi óg segja við þá, sem fagna lengri degis Megi hinir komandi dagar verða ykkur til gæfu og gengis. /1

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.