Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 6
AKSEL BORGE; ENDURMIMING. Fagurt og tindrandi tunglskin um nótt á tánum í stofuna læðist það hljótt. Það dansar á gólfi, það dansar á paki dimman úr stofunni flýr, en óg vaki. Og fjölmargar minningar mór í hug vakna, munaðar liðinna daga óg sakna* Út vil eg, langt út £ skóginn að skoða skin hjartrar nætur-, unz tinda mun roða. Skógurinn sveipaður mánaskins móðu, mildum a himninum stjörnurnar glóðu, Ég minnist eins frá löngu liðnu kveldi um langa nótt skein tungl í fullu veldi. Þá við tvö í þessum skógi gengum, þá við kossa hvert hjá öðru fengum. Svo lögðumst við niður í litverptun skóg, og ljúft var að heyra er hjarta hennar sló. Og í því tindrandi tunglskini óg sá hinn töfrandi roða er á vanga hennar Lrá. Minningin heillar þó hryggur óg er þvi hljótt er og tómlegt í skóginum hór. Hrynja mór tregafull tárin af brá, tærist óg upp af söknuði og þrá. ó i r <> K. Aftansvali, angan blóma, úðinn hljótt til jarðar fellur. Spörvans heyri óg unaðsóma úr órafjarska til mín kalla. Inn til mín ber ilmsins strauma aftanblærinn hve sviflóttur og raular lágt um liðna drauma löngu horfinna æskudaga. J.E. snaraði úr norsku.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.