Skólablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 8
- 8 - ekki, þó að ég haldi þér fast og þu ert óhræddur, þótt ég klípi fastar, eins og ég get. - Og hann kreisti eins og hann gat og hnykkti höfðinu aftur af áreynslunni og síða hárið kastaðist aftur á hnakka. ó- frýnilegt andlit hans kom í ljós, en drengurinn var óskelfdur og beit á jaxl- inn, en Jon agent skalf af otta og gat sig hvergi hreyft. - já", þú ert alveg óhræddur og bítur bara á" jaxlinn, - hélt náunginn afram.Það lýsti ser aðdáun í rödd hans. Hann sleppti taki sínu, en drengurinn gerði enga til- raun til að hlaupa burt. - Svona var ég ekki, nei, það var það, sem fór með mig í hundana, eg var alltaf hræddur. Bara datt eitthvað ljott í hug, þá skalf ég. Lattu engan hræða þig og vara þú þig líka á sjalfum þlr. Lattu Wg%na hafa áhrif á þig, ekki neinn, láttu engan segja þér, hvort þu átt að vera hræddur eða ekki. Ef þú hefur sjálfur ákveðið, að þú eigir ekki að vera hræddur, þá skalt þú ekki vera það, þó allir segi, að þú eigir að vera það, já", jafnvel þótt foreldrar þínir segji, að þú eigir að vera hræddur. Nei, láttu ekki einu sinni foreldra þína hafa áhrif á þig. Naunginn blés móðan, en talaði nú rólega. Hann var orðinn sami meinlausi náunginn aftur, og þessi meinlausi naungi horfði vingjarnlega og aðdáandi á dreng- inn, sem stóð alveg kyrr og rólegur fyrir framan hann og "beið þess, að hann talaði meira. - Nei, það er ekkert meira. Ég er bú- inn. En mundu eftir því, sem eg sagði, Nei, ég þarf víst ekki að minna þig á það. Nei, ég hefði víst ekki þurft að tala. - - Drengurinn þagði, sneri sér við og gekk í hrott. Hann nuddaði "bara á sér handleggina. Naunginn hafði meitt hann. Jon agent tók að velta því fyrir sér, hvað eiginlega gengi að naunganum. Var maðurinn brjálaður? Eða var þetta að- eins augnabliks æsing? Nei, það gat ekki verið. Og nú tók Jon agent að velta bví fyrir sér, hvers vegna það gæti eklci ver- ið. En það hafði aldrei verið Jons agents sterka hlið að yfirvega hlutina og draga síðan ályktanir. Nei, Jon agent var sölu- og tryggingarmaður og hanB hlutverk var ekki að draga neinar ályktanir, heldur að tala og síðan að selja. En nú leiat honum þannig á náungann, að hvorki væri hægt að tala við hann né selja honum, því að Jon agent hafði a sínu langa sölu- mannsskeiði mótað sér ákveðnar reglur um verzlunina, eða hið sanna l£f, eins og hann kallaði hana. Þessi lögmál hans giltu um viðskiptavinina, hverjum væri hægt að selja og hverjum ekki, og það fór allt eftir útliti þeirra. En það var ekki laust við,að helvítis náunginn væri gáfulegur. Sem sagt, eftir útliti hans, var hann einn þeirra, sem aldrei fengust til að kaupa neitt. Og JÓn agent treysti ætíð þessum lögmálum sínum, hagaði sér samkvæmt þoim og skipti sér ekkert af mönnum eins og náunganum. Og það dytti engum i hug að halda því fram, að hann hafi ekki gert það í þetta sinn. En þo var það einhver óljós tilfinn- ing sem blés honum í brjóst, að hann ætti að reyna, aðeins í þetta eina sinn,og auð- vitað myndi það misheppnast. Ja, auðvitað Og þá tók Jon agent sprettinn á eftir ináunganum, sem hafði gengið af stað, án þess að veita honum neina athygli. Og þegar Jon agent loksins náði honum, var hann búinn að ákveða, hvernig hann ætti að snúa ser £ málinu. - Hvað attir þú eiginlega við, þegar þú sagðir drengnum, að hann ætti ekki að taka mark á neinum og ekki einu sinni hlusta á foreldra sína. Ég hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu, að segja ung- lingum annað eins og þetta. Naunginn leit við hissa. Hann hafði j alveg gleymt Joni agenti. - Ert það þú, - vitleysu segir þú. ó*já. |það hefur kannske verið vitleysa hjá'mér. IE^ hefði vist ekki þurft að tala. Nei, ¦ mér leizt þannig á drenginn, að það hefði iverið alveg óþarfi að segja honum það. [ Það hefur vist ekki þurft. - - Hvað. Ég skil ekki hvað þú átt við. - ÞÚ skilur ekki hvað ég á við? Nei, það er^vist ekki nema eðlilegt. Naunginn talaði svo hægt, að jóni agenti var morð efst i huga. - En ef ^þú gengir heim me.ð mér, þá skal ég skýra það fyrir þér. - Nei, Jon agent hafði því miður ekki (tíma til þess á stundinni. - fg þarf að eiga tal vil kaupmanns- fruna, - sagði hann - en ef þú vildir 'benda mér á húsið, þá skal ég. - --- Naunginn benti honum á húsið, og JÓn

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.