Skólablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 13
þénrhwHvr'ölnfcíoiT bm - 15 - Fyrir mörgum þúsundum sra rann Ebró" niður |>ann dal, sem hún hafði með þolin- mæði og þrautseigju búið sjálfri ser í tugþúsundir alda. Lygn og breið rann hún sína eilífu, hægu rás til hins dimmbláa Miðjarðarhafs, alveg eins og hún gerir enn í dag. Saga þessi gerist löngu fyrir upp- finning ritlistarinnar, eða, eins og sagt er, áður en sögur hófust. Enginn pýramídi hafði þá" verið reistur í Nílardal, engar hallir í Babýlon, engin musteri í Kína. Morgunn menningarinnar var ekki enn runn- inn upp, enda þótt þegar væri farið að Srla á árroða hennar, Steinöld ríkti, steinöld hin nýja. Havaxnir menn höfðu komið og útrýmt frumbyggjunum, sem voru lágvaxnir og ljótir. Sigurvegaramir áttu hinum fáguðu vopnum sínum það að þakks, að þeir höfðu borið sigur af hólmi. Þeir höfðu drepið alla karlmenn í orustum, en konurnar vildu þeir ekki - nema sem þræla - því að þær voru ófríðar og heimskar, nærri því eins og dýr. Og svo dóu frum- byggjarnir út, en hinir aðkomnu tóku sér bólfestu í landi þeirra. Og saga vor fjallar um þetta hávaxna fólk, sem hafði lært að höndla eld á hug- vitsamlegan hátt, fægja vopn sín og byggja ser hús-. Við getum kallað þá þjóð, sem byggði bakka Ebrófljóts, íbera. Einhversstaðar á" bökkum hins aldna fljots satu tvær mannverur. Önnur var karl, hin kona. Þau voru ung, og æskan geislaði út frá hálfnöktum, fagursköpuðum líkömum þeirra og smitaði grasið, sem þau satu a, og moldina, sem undir grasinu lá. Skógurinn virtist vera grænastur næst þeini, og þar sungu fuglarnir fegurst. Og meira að segja sjálft hið gamla fljót fann til yndisþokka æsku þeirra, og það gjálfraði upp við bakkann, sem þau voru á. Það var eins og öldungurinn minntist hálfgleymdra,J þusund alda gamalla æskudaga sinna, þegar i hann var bara hláturmildur fjallalækur, sem hoppaði syngjandi og í satt við tií- j veruna niður hlíðar, sem nú voru horfnar* í Karlmaðurinn, sem við nefnun Tamak, I var stúlkunni sífellt rannsóknar- og að- dáunarefni. Hann var svo ólíkux öðrum, sem hún hafði þekkt. Hann hafði svo ein- kennileg augu, falleg augu, - þau voru blí og hárið var ljóst. En allir aðrir, sem hún hafði séö, voru dökkir á brún og brá, eins og hún sjálf. Hann var fríður, vellin- aður og gáfulegur. Og stundum, þegar þau lágu í faðmi hvors annars inni í litla kofanum þeirra, sagði hann henni sögur - því að hann hafði lært tungumál hennar, - sögur um ferðalög yfir ókunn lönd, yfir fjöll og firnindi, stórfljót og dimma skóga. Sumt hafði hann sjálfur reynt,hann var fæddur fyrir handan fjöllin í norðri, ólst þar upp á meðal þjóðar sinnar, en þegar annar þjóðflokkur réðist á hana og sigraði í mannskæðri viðureign, komst hann undan og flýði upp í fjöllin, tókst að komast yfir þau og niður í þennan suð- ræna dal. En meginið af sögunum höfðu aðrir sagt honum. Það voru sagnir um hreystiverk forfeðra hans, hvernig þeir höfðu komið einhvers staðar að norðan og^ austan og brotið sér leið yfir löndin, órr vegu, óskyldir öllum öðrum á þessum slóð- um. Og hún gat hlustað I mál hans, heilluc, unz hún sofnaði í örmum hans. Stúlkan hlt Kura, Hun var ekki síðri að fegurð en maki hennar. En hún var fber:. í húð og hár, dökk yfirlitum, en samt skar hún sig úr, hún var andlega þroskaðri en stallsystur hennar. Það hafði Tamak seð, þegar hann flýði með hana úr þorpi föður hennar. Þau höfðu lifað hamingjusöiáu lífi í nokkrar vikur á eyðistað, þar sem menn komu sjaldan. Xst þeirra var frumstæð og samkvæm sínum tíma, nema að einu leytit hún var ekki eins efnisleg og likamleg og ást steinaldarmannanna venjulega var.Þau voru bundin böndum, sem hafin voru upp yfir allt jarðneskt, en það var fyrir- bæri, sem aldrei hafði borið á áður í sög^ mannkynsins, og aldir áttu eftir að líða, unz það endurtækist. Það var nýtt þrep, sem þróunin hafði hafið sig upp á en orð- ið að þreyfa fyrir sér fyrst. Það var Frh. í bls. 18.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.