Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 17

Skólablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 17
ERLA Þ. JÓNSDÓTTIRs - 17 í? r & [f$S Þessi saga geröist á íslandi í byrjun 16. aldar. Þa bjó ríkur bóndi á bæ nokkrum, sem hét að Felli. Afi hans hafði verið einn af þeim fáu, sem eftir höfðu lifað,þegar svarti dauði gekk yfir hina langþjáðu xs- lenzku þjóð í byrjun 15. aldar. Með þeim atburðum höfðu honum safnazt mikil auð- æfi, sem síðan höfðu fremur aukizt en rýrnað undir umsja sonar hans og sonar- sonar. Hjónin á Felli áttu eina dóttur, Sig- ríði að nafni. Var hún hin gjörvilegasta yngismær og augasteinn foreldra sinna. Allt var gert til að vanda uppeldi hennar sem bezt« Þegar móðir hennar hafði kennt henni allt, sem hún kunni, sendi hún hana til prestsfrúarinnar til að læra listsaum og draga til stafs. Það var vor á íslandi. Sigríður bóndadóttir var nýorðin átján vetra, HÚn let hrífast af dásemdum vorsins og hljóp lettfætt út um tún og móa 0g let goluna klappa sór á kinn. HÚn hafði yndi af því að hjálpa veikbyggðustu lömbunum að kom- ast á spena. Síðan hún var sináhnyðra, hafði hún snúizt í kringum lömbin á vorin, seð þau vaxa upp 0g verða stor, Og nú var hún sjálf orðin stor. Bezti vinur Sigríðar var Bolli,sonur Gunnsu vinnukonu. Hann var Sigríði allt í senns bróðir, systir og trúnaðarvinur,0g Bolli trúði Sigríði fyrir öllu, sem honum lá þyngst á hjarta. Hann las henni fyrstu ljóðin sín og kvað fyrir hana rímur, 0g stundum á dimmum vetrarkvöldum, þegar hríðin lamdi bæjarþilin, leiddi hann hana inn í heima hetjusagna og ævintýra. Þannig höfðu þau alizt upp saman, þessi börn hinna myrku miðalda íslands. Hið nóttlausa vor vakti Sigríði og Bolla af dvala, um leið og það hjalpaði grasinu að grænka og ísnum að braðna.Þau fundu, að þau voru ung og sterk, og þau nutu þess að teyga að ser hið tæra fjalla- loft, blandað ilmi gróðurmoldarinnar. Þau brostu hvort til annars, 0g það var heit- ur gleðiglampi í augum þeirra. Þegar allir voru sofnaðir a kvöldin, læddust þau út og leiddust saman út í hina björtu vornott. Og a motum morguns og kvölds kysstust þau í lítilli laut. HÚn hallaði sór að barmi hans, og þau hlýddu þögul á tónlist vorsins: glaðværan nið lækjarins, þar sem hann hossaðist yfir grjótið 0g skvettist yfir klettana, vell spóans og dírrindi lounnar. "Ég vildi óska, að við værum frjáls eins 0g fuglarnir"-, andvarpaði Sigríður, Það leið ekki á löngu þar til er hið glögga föðurauga bóndans á Felli uppgötv- aði þessa saklausu fundi dóttur sinnar og sonar vinnukonunnar. Hann kallaði hána a eintal. "ÞÚ mátt aldrei framar tala orð við Bolla", sagði hann og hvessti grá augun á stúlkuna, sem skalf af ótta og kvíða. "Þessa mátt þú ekki krefjast af mér, faðir minn"., mælti. hún titrandi röddu, "því að mór þykir vænst um Bolla af öllum" "Og þú heldur, að við, foreldrar þínir, samþykkjum slíkt", þrumaði faðirinn og greip þóttingsfast- um axlir stúlkunni. HÚn leit biðjandi á hann, og tvö þung tár hnigu niður vanga hennar. "Hann er góður pilt.ur, pabbi", sagði hún. "Má vera", anzaði faðir hennar stutt- lega. "En móðir hans er rótt 0g slótt vinnukona og faðir hans landshornamaður. 0g öll hans auðæfi eru fjórar rolluskját- ur 0g nokkrar lúsugar skræður". "En óg á nóg handa okkur báðum", mælti Sigríður feimnislega. "ÞÚ átt nú ekkert, fyrr en við, for- eldramyndirnar þínar erum dauð, og þú mátt vita það, telpa mín, að við gerum þig arflausa, ef þú heldur áfram þessu næturrölti með vinnukonusyninum. ÞÚ, sem getur valið úr ríkustu bændasonum sýsl- unnar". Hann klappaði á kollinn á dóttur sinni og bætti við, nokkru blíðari á svips "En óg vona nú samt, að þú látir þór segjast, væna mín". En hvenær hefur ungt og ástfangið

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.