Skólablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 24

Skólablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 24
FH: i i=t s=gj 3i i 3= S= S 3S Þu vínviður hreini kom út næsta ar, og framhald þeirrar sö'gu,. Fuglinn í f jör- unni, kom út árið þar a eftir. Fyrri hluta sögunnar kallar Kiljan sögu úr 'rlæðarmálinu, en síðari hlutann pólitíska jstarsögu. Það dylst ekki af síðara nafn- fnu, hvert er megininntak sögunnar. Hall- íor notar'þar sjávarþorp, er hann kallar )seyri við Axarfjörð, sem smamynd af r joðfélaginu og beitir það hlífðarlausu larbeittu.háði. En bókin er jafnframt hetjusaga þorpsstúlkunnar Salvarar Val- gerðar, sem einnig kallast Salka Valka, og lýsir baráttu hennar við örbirgð og óblíð lífsskilyrði, sem þó fá hvórki bug- að þrek hennar ne kæft einlæga og fórn- fúsa ást hennar, Saga þessi hefur verið þýdd á ýmis tungumál og .hlotið mikla ut- breiðslu og hylli, einkum í Englandi, en í erlendum þýðingum heitir hún Salka Valka eftir aðalsöguhetjunni. &Tið 1933 koma út eftir Kiljan bæk- urnar í austurvegi og smasagnasafnið Fotatak manna. f austurvegi er lysing a Raðst jórnarríkjunum, st -jórnarfari þeirra og menningu og frásögn af áröngrum aætl- unarbúskaparins þar í landi, eins og þeir komu honum fyrir sjónir, er hann ferðað- ist um Raðstjórnarríkin árið 193-• Tvær bækur koma enn út eftir Kiljan arið 1934. Þær eru Straumrof, leikrit, sem- litlar sögur fara af, og Sjálfstætt fólk, fyrra bindi, en síðara bindið af SjálfstæÖu fólki kemur út árið eftir, . Sjálfstætt fólk er hetjusaga hins frels- isunnandi íslenzka bónda, sem berst ótrauður fyrir efnahagslegu s-jálf stæði sínu og hatar það eins og pestina að vera öðrum háður í nokkru tilliti. En saga þessi hefur einnig alþjóðlegt gildi, þar sem slík baratta hefur att ser stað og á sér stað um allan heim meðal allra þjóða. Bjartur í Sumarhúsum, hinn íslenzki heiðarbóndi, er tákn þeirrar manntegund— ar, sem sligast ekki undan hinu langvar- andi og þjakandi fargi erfiðis og and- streymis, heldur berst þrotlausri bar- attu gegn erfiðleikunum unz yfir lykur, í þeirri stöðugu og bjargföstu von og trú? að með sífelldu starfi og striti muni að lokum hægt að sjá* fyrir endann á and- streyminu og öðlast hamingjuríkt líf. En einyrkinn á bágt með að skilja nauðsyn félagslegrar samhjálpar til þess að ná hinu langþraða takmarki. Bjartur berst'' þrotlausri baráttu kotbóndans við nátt- úruöflin og þjóðf élagið,, við pest og grasleysi, svikula kaupmenn og ranglát sveitaútsvör. Hann sigrar aldrei, en lætur heldur aldrei yfirbugast, Bjartur verður að eins konar mennsku hálftrölli, sem samsvarar vel forneskju og harðneskju landslags og lífskjara. Eftir tveggja ára hlé á útkomu bóka eftir Kiljan hefst árið 1937 útgáfa hins mikla ritverks hans um skáldið ðlaf Karason Ljósvíking. Rak hvert bindið ann- að með árs millibili, unz þau voru komin út öll fjögur: Ljós heimsins (1937)» Höll sumarlandsins (1938), Hus skáldsins (1939.' og Fegurð himinsins (1940), en inn á milli. komu tvær merkar bækur: Dagleið á fjöllum (1937) og Gerska ævintýrið (1938), og mun ég fyrst víkja að þeim lítilsháttar.Dag- leið á fjöllum er safn ritgerða og frá- sagna af ferðum-Kiljans innanlands og utan, Þar er sérstaklega greinargóð og skemmtileg frásögn af ferð Kiljans um Jökuldal eystra og fjallendið þar eystra* Einnig eru ytarlegar frásagnir af rit- höfundaþingi, sem var haldið í Suður- Ameríku, og Kiljan tók þátt í, og af ferð- um hans suður þangað og heim aftur, Lysir- hann mönnum og málefnum þingsins af leik-- andi lipurð, skarpskyggni og fágætri fyndni. Það sjónarmið ríkir í gegnum all'&v ritgerðir, bókarinnar um þjóðfélags- og menningarmál, að allir menntamenn, lista- menn, andans menn og leiðtogar fjöldans eigi að taka höndum saman um að skapa

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.