Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1946, Side 25

Skólablaðið - 01.12.1946, Side 25
- .25 öfluga og vígfæra fjöldahreyfingu gegn nazismanum, sem ógnaði þa þegar allri siðmenningunni með ofheldisverkum og yfir- gangi. Gerska ævintýrið fjallar um för Kiljans til Eaðstjórnarríkjanna árin 1957- 38. í henni lýsir hann hann hinni ævintyr- legu viðreisn og uppbyggingu, sem fram- kvæmd hafði verið á grundvelli raðstjorn- arskipulagsins,og mótmælir og færir rök gegn ýmsum niðrandi ummælum samlanda sinna um ráðstjórnina og atvinnuskipulag hennar. Sagan um skáldið ólaf Kárason Ljós- víking er hin stórfenglegasta og viðamesta af öllum ritum Kiljans, en hefur jafnframt valdið deilum og hneykslum ýmissa sóma- kærra manna. istæðulaust er að rekja hór þá viðleitni til ofsóknar á hendur Kiljani, sem stjórnmálaandstæðingar hans hafa vakið gegn honum, enda er sú alda fyrir löngu hjöðnuð. Sagan lýsir ágætlega lífskjörum fátækra og umkomulausra alþyðuskalda,sem herjast við skilningsleysi valdhafanna og sljóleik almennings fyrir andlegu frelsi. Jafnframt, dregur Kiljan upp mynd af illri meðferð sveitarómaga, spilltu rettarfari og amlóðahætti og niðurníðslu í atvinnu- málum. Kiljan hæðist einnig hlífðarlaust að hroka og yfirhorðsmennsku broddborgar- anna, sem öllu vilja ráða og teyma vilja fjöldann eins og við beizll. Hin miklu mistök þeirra, sem mest hafa gagnrýnt þetta skáldverk, felast einkum í því, að þeir vilja ætla Kiljani það, að hann só þar að lýsa nútímaþjóðlífi Islendinga orði til orðs, en geta ekki skilið, að skaldin taka yrkisefni sín frá ólíkustu tímum og draga oft mörg tímabil með einhverjum svipuðum einkennum saman í eitt. Ekki virðast þeir heldur skilja muninn á skáld- riti og hagskýrslu, nó heldur skilja þeir þörf og hvöt skáldsins til skapandi frum- leika, til ummyndunar yrkisefnisins eftir eigin höfði til tilætlaðra áhrifa og^til þess að túlka ákveðnar kenndir og sjonar- mið. Einnig ber að gæta þess, að gagnryni Kiljans á mikið erindi til okkar og senni- lega margra fleiri þjóða, eins^og sest a tilraunum þeim, er menntamalarað gerði til þess að kúga rithöfunda og listamenn til andlegrar þjónkunar, en listamenn hrundu einhuga. Meginviðhorfi sögunnar um skáldið er bezt lýst með tilvitnun í Höll sumarlandsinsi x "ðlafi Kárasyni Ljósvíkingi fór smám saman að skiljast, að það er erfiðara að vera skáld í þeirri veröld sem við lifum í en margur hyggur. Þannig má maður sjá, þannig má maður ekki sjá, þannig tala, þannig ekki tala, alt eftir því hver gefur manni að eta. Hvernig fóru þeir Jonas Hallgrímsson og Sigurður Breiðfjörð að vera skáld í svona verold?" Eins og sjá má á þessari tilvitnun fer Kiljan ekki alveg eftir stafsetningu þeirri og merkjasetningu, sem löggilt hefur verið til kennslu í skólum landsins, Mikill styrr hefur staðið um þennan rit- hátt Kiljans, og menn hafa sýnt furðu mikið umburðarleysi og haft í frammi æs- ingar miklar. Kiljan telur sig hins vegar, hvað stafsetningu snertir, byggja a traustum grunni hins talaða og lifandi mals folksins í landinu og styðjast þar að auki við róttritunarkerfi JÓns Sigurðs- sonar forseta., Merkjasetningu sína byggir hann a listrænni kommusetningu, sem hann heldur fram, að allar menningarþjóðir tíðki nema Þjóðverjar, Danir og Islend- ingar, sem noti fastreynda og óþjála kommusetningu eftir utanaðlærðu þýzku kerfi. Þessi afstaða hans er vel skilj— anleg sem skálds og rithöfundar. ÞÓtt almenningi só þægilegt að hafa fastar reglur í merkjasetningu, er það þó engin astæða til þess að rígbinda hendur rit- enda listræns máls við þær reglur, þar eð þeim kann að vera nauðsynlegt að haga merkjasetningu eftir listrænni tækni frá- sagnarinnar. Tvö ár líða, þar til Hálldór lætur næst til sín heyra, en þá, árið 1942,koma ut eftir hann tvær bækuri Sjö töframenn og Vettvangur dagsins. Sjö töframenn eru sjö smasögur, sem áttundi töframaðurinn, Halldor Kiljan, hefur samið, Þau ummæli í’ylffja bokinni, að hver þessara sagna gæti verið uppistaða í heila skáldsögu, en höfundur hafi því miður ekki tíma til þess að vinna úr þeim. Yrkisefnin eru tekin ur ýmsum heimshlutum, og mismunandi hughrif hvíla yfir hverri hinna sjö sagna., Stíll og orðfæri er algjörlega misfellu- laust. Vettvangur dagsins er ritgerðasafn, sem hefur inni að halda tímaritsgreinar, blaðagreinar og ritgerðir Kiljans. Merk- ust og lengst allra ritgerða bókarinnar er ritgerð um Hallgrím PÓtursson og Frh. á bla. 32.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.