Skólablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 26

Skólablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 26
- 26 - Glæður hefja draugadans,. dimmt er úti og svalt. . .. Bleikir logar leika um lyngið bert og kalt. Út við brennandi bál brestur engan hug. Niðamyrkur nætur rýfur neistaflug. Logar hækka og hníga í sennj hefja trylltan leik. Um lágar lautir þokan læðist vofubleik. Meðan balið bjarma slær á blásinn skógarlund, mun ég engu mæta. um miðnæturstund. Kjarkinn logar kveikja í sál, karlmennsku og þrött, þegar drísildjöflar dansa um vetrarnótt. Aðeins hér við eldana öðlast hjartað ró, er næturhúmið hljoða hjúpar myrkan skóg ... Pari syo, að fölni gloð, friðlaus verður nótt. í myrkrinu er margt, sem að mönnum getur sótt. Þa mun kolsvört kvíðans nom kæfa al-lt mitt þor, Flokkar drauga og flagða flykkjast í mín spor. Hyrarljósin lokka mig og leiða af réttri slóð. Lækjarsitrur líða líkt og vætli blóð . . . Var það aðeins vindur, sem í visnu laufi þaut? Langt, langt inn í skóginn legg ég mína braut . . . Brennið öldcf-, brennið glatt um bleika vetrarr.ótt. Brennið allt hiö' illa, sem að mer héfur p.ott. Kasta eg og kastét eg kvistum á mitt bsl. Ef sá eldur slökknar, er úti um mína sái. Út við brennandi bál brestur engan hug. Niðamyrkur nætur rýfur neistaflug. "V A L U R"

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.