Skólablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 3
rjrjijngrji^ n r»r msmffB &k í þessu blaði birtist grein eftir Guðmund Arnlaugsson um danska menntaskóla. Þessi grein er . upphaf .að greinarflokki, sem ritnefndin hyggst halda áfram að birta í þeim blöðum, Bem koma út á pessu skolaari. Einnig er það ætlun ritnefndar, að greinar af þessu tagi haldi áfram að koma £ Skolablaðinu á ókomnum árum. Það er áform ritnefndar að komast í bréfasamband við nemendur í hliðstæðum skólum erlendis. Bréfaskipti af slíku tagi gætu orðið nemendum beggja skólanna gagn og gaman, Við gætum þá fengið lýsingu á skólclífinu í viðkomandi skólum, og sagt þeim frá skólanum okkar. Binnig gætu af þessu spunnizt af þessu bréfa skrift- ir milli einstakra nemanda skólanna. Auk þess að hafa bréfasamband við hliðstæða skóla erlendis hefur Skólablaðið skrifað stúdentum frá Menntaskólanum í Reykjavík, sem nú dveljast við erlenda há- skóla. Væntum við þess að geta seinna birt bréf frá þeim til Skólablaðsins, þar sem þeir lýstu náminu í þeim háskólum, sem þeir stunda nam, Ef þessi hugmynd okkar kemst í framkvæmd gæti það orðið föst venja, að stúd- entar, sem sigla til náms við erlenda háskóla, skrifuðu Skólablaðinu nokkrar lín- ur og lýsrtu náminu og dvölinni í hinu f jarlæga landi, Trú okkar er sú, að þetta gæti orðið mjög gagnlegt fyrir þá, sem ef til vill eiga eftir að leita sér frekari menntunar erlendis - Rektor hefur goðfúslega leyft okkur að birta bréf, sem^hann fékk rétt fyrir jól frá stúdent héðan. Við birtum nú þetta bréf, þótt það sé ekki skrifað til þess að verða birt í Skólablaðinu. Árósum, 13. desember 1946. Kæri rektor. ^ ."¦'•' Beztu þakkir fyrir bréfið og skírteinið. Héðan frá irósaháskóla hef ég margt að segja þér og got hrósað honum á hvert reipi án pess að skrökva. Námsaðetsður eru hér allar hinar ákjósanlegustu. Haskólinn er fremur lít- ill, tala stúdenta er um eitt þúsund, og þess vegna verða meiri not kennslunar en við stærri háskóla, því að þar stendur tala kennara sjaldnast í réttu hlut- falli við tölu stúdenta, Her ríkir allt annar andi milli kennara og nemenda en í Uppsölum, þar sem stúdentar eru 4-5 þúsund og lítil sem engin persónuleg

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.