Skólablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 4
- 4 - kynni eru milli stúdentanna og prófessora. Auðvita eru danskir prófessorar frjáls- legri í samskiptum við stúdenta en sænskir, en mér er sagt, að þessi munur sé* ein- mitt á jírósa og Kaupmannahafnarháskólunum. Mer hefir einnig verið sagt það, að kennslan se langtum betri hér i læknisfræði en £ Kaupmannhöfn. vegna þess, að. hér er hæfilegur fjöldi stúdenta, en þar er allt yfirfullt. Kennaralið er einnig ágætt hér í þeim greinum, sem ég hefi haft spurnir af. Her er mun ódýrara að lifa en í Kaupmannahöfn. Þu hefir vonandi fengið Stud- enter-Haandbog þá, sem ég sendi þér með drottningunni síðast* Þar er gerð grein fyrir námskostnaði meðals annars. En hræddur er ág un, að þeir reikni óf' íágt húsaleiguna. Herbergi kostar hér í bæ 5o - ?o kr. á mánuði. Fæði kostar á mötu- neyti stúdenta 60 kr. & mánuði fyrir tvö mál, smurt brauð og mjólk í fyrra mál og miðdegisverð síðdegis. Þeir, sem eru svo heppnir að komnst inn á stúdentagarð, búa ókeypis, en greiða 25 kr, á mnuði fyrir ljós, hita og ræstingu, Ég naut sér- stakrar velvildsr nokkurra prófessora og anrarra og var uthlutað herbergi . Erfitt er að gera áreiðanlega áætlun um kostnaö við námið á mánuði. Ef reikn- að er 60 kr. í fæði, tvö mál, og Jo kr. í hiísnæði, geri ég ráð fyrir að annar kostnaður (morgun- og kvöldsnarl, tóbak, bækur, sjúkratrygging, leikhús, hljóm- leikar og fleira, sem styrkir líkamann, auðgar andann og ýmist dreifir eða ein- beitir huganum, eftir því sem við á í það og það skiptið) nemi öðru eins, svo að heildarkostnaður aé frá 25o kr. á mán. til(í hæsta lagi) 3oo kr. á mán. Ég vil ekki láta hjá líða að nefna nýjung eina, sem reynd var í ar og hef- ir vakið mikla athygli. Allt haustmisserið var haldið hér námskeið fyrir blaða- menn. Blaðamennskunni heima er sorglega áfátt og veldur því fjáhagsleg fátækt blaðanna og andleg fátækt blaðamannanna að nokkrum undanteknum. itlunin er sú að gera "Journalistkursus ved Aarhus Universitet" að fastri stofnun til að mennta danska blaðamenn, og mér finnst, að þess væri engin vanþörf, að þeir íslezkir blaðamenn, sem ekki hafa gengið nægilega lengi £ skóla reynslunnar til þess að fá af sér heflaða alla vankanta (og eftir skrifum blaðanna að dæma eru þeir blaðamenn til) og einnig verðandi blaðamenn sæktu sér menntu og æfingu á þennan misseris langa skola. Afstaða stúdenta her er mjög vinsamleg í garð íslands, enda eru þeir lausir við nylendusjonarmið eldri kynsloðarinna.r a landinu, en oft verð ér ver við mikla fafræði um land og þjoð. En verst er sú fáfræði manna, sem snýr að sannleikanum um sambandsslitin. Eins og þú veist hafa dönsku blöðin steinþagað um sannleikan í því mali og gengur það glæpi næst. Ekkert hefir heldur verið gert að okkar hálfu til þess að upplýaa fólk um veruleikann. Ef það væri gert rækilega, myndi óánægja manna hér x landi með það, að við biðum ekki með sambandsslitin til stríðsloka, hverfa sem dögg fyrir solu. Ef til vill hefir mér sézt yfir eitthvað, sem stúdentsefnin fýsir að vita um Á*rósaháskóla, þa sem hyggja á Danmerkur för til náms, þá'vil ég fúslega leysa úr öllum spurningum eftir beztu.getu, ef einhver þeirra skrifar mér, Með beztu 'kveðju, Þinn einlægur , ÞÓrir Kr, Þorðarson, Vegna þess hve^nú er liðið á skólaárið getur þessi hugmynd okkar ekki bor- ið mikinn árangur. En von okkar er sú, að ritnefndir næstu árganga haldi áfram og taki upp þráðinn,þar sem við hverfum frá, l. G. •

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.