Skólablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 8
 P # C3i i ímj-' v jísík '>íí^í^; w^ Það var í Gamla Bíó, kvikmyndahúsr- inu fertuga, að ég sá hana fyrst. Ég sat í 13. sæti á 13. bekk. Bn þegar setz-t sr í sæti þessa húss, er nauðsynlegt að hafa tvennt í hugaj annað er það, að sætin eru sennilega jafngömul húsinu sjálfu, og hitt, að íslenzka þjóðin hef- ur almennt aukizt að líkamsburðum. E*g er ekki nema rúmlega meðalmaður að stærð, en samt var sætið langtum of lítið fyrir mig, þar sem ég sat skorðaður á milli tveggja kvenna. Ég reyndi að þrýsta mér saman, en leið kvalir við það. Þa sá ég hana fyrst. Eg horfði á hana hátt á annan klukkutíma, gersamlega frá mér numinn. Aldrei hafði ég augum litið slíka fegurð, annað eins samræmi í hvítu hvelfdu enni, beinu, rómversku nefi, þjáningarfullum munni og svörtu hari, önnur eins augu, stór og djúp , bla sem safírar. Þegar ég horfði beint inn í þau, fannst mér ég teiga ódains - veiga guðanna, í bláum djúpura þeirra sá eg heita, suðræna sál, og það var eitt- hvað heillandi við þau, ekki dáleiðandi heldur sætlega töfrandi. Það var ekki nornareldur, sem brann í þeim, það var ilmsterkur altariseldur fomrar,máttugr- ar gyðju. Ég hlýt að hafa starað á myndina með opinn munninn, Skyndilega, þegar há mark ævintýrisins breyttist í hverdags- lega ládeyðu og taugarnar linuðust, kom ég til sjálfs míns og komst að raun um, að ég var í gríð og erg að traðka, nei, stappa a skom ungu konunnar, sem sat a hægri hönd við mig. Ég var hræddur og ætlaði að fara að afsaka mig, en hætti við það, af því að maðurinn hennar sat hinum megin við hana.É*g roðnaði í myrkr- inu og þjappaði mér enn betur saman. Konan hóstaði, það var hryglukenndur hosti. Hun hefur berkla, hugsaði eg. Svo kom Signe Hasso aftur fram a sjón- arsviðið, og eg horfði á hana....... Suðræn sæla, É*g tók hana í fah'g mitt o; þrýstir lönguín astríðuþrungnu'm icossi á ' ' 'tragiskar vavrir hennar . "Mon cheri," hvíslaði hún, "Ma cherie," hvíslaði ég» Svo rakst ég á einhvern. Og í því millibilsástandi' , sem ég var í á þessari stundu, mælti ég af munni þessi fáguðu orð. "Mille pardpns , mademoiselle." Það var stúlka, enda þótt ég uppgötv- aði það ekkifyrr,en ég hafði sýnt þennan glæsilega vott um hæverskufullan innblást- ur. "Undskyld," sagði hún. Eöddin var djúp og lygn eins og stórfljót, sem rennur efti endalausun flatneskjum. Þa fyrst leit ég a hana. Ég sá afsökunarbrosið á andlitinu , um leið og það hvarf mér sjónum í mannþrör, inni í Bankastræti. Ég stóð hvumsa og horfði á eftir henni. HÚn var dönsk og meira en það, hún var alveg eins og Signe Hasso . Signe Hasso. Nafnið 'næBtuml því berg- málaði í höfði mer, er eg gekk^heim á leic sviptur öllu jafnvægi. Minna mátti gagn gera. Það var enginn smáræðisviðburður í lífi vcsals íslendings að vakna frá dag - draumuD sínum við það, áð sjálf draumadís- in stendur Ijóslifandi fyrir framan^hann. Ég var einkennilega léttur í spori a heim- leiðinni, Þc ð var eins og ég væri^þess ful viss, að þetta væri byrjunin á stórkostle£r- áctarævintýri, Síðdegis næsta dag, sat ég að venju við valta, græna borðið mitt og horfði út um gluggann, ut í dvínandi ljós dagsins. Inn um hálfopinn gluggann berst mer til eyrna stöðugur, þungur niður. Einstök hlj skáru sig úr, ég heyrði dyn og flaúi bifreiðanna a nálægum götum, og 6p barn - anna, sem léku sér í húsagörðunum og úti

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.