Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 4
BJARNI BRAGI JONSSON: RÆÐA VIÐ DIMISSION 1947 Rektor, kennarar og skólasystkin! Enn-erum við komin saman á kveðjustundu, og nú er röðin loks komin að okkur, hundr- aðasta og fyrsta árgangi þessa skóla, að kveðja ykkur og binda að fullu og öllu endi á skóla- vist okkar hér. Þeir, sem eru nýliðar í skóla- lífinu, eiga sennilega erfitt með að skilja eðli og inntak dimissionarinnar, þeirrar hátíðlegu athafnar, er setur allan skólann á annan end- ann á hverju vori, eða svo var mér að minnsta kosti varið. En þegar menn hafa verið nokkur ár í skóla, og einkum, er menn eru staddir í hinum óafturkallanlegu sporum dimittentanna, skilja þeir athöfnina til fulls. Fátt er eðlilegra en að stofnun eins og Menntaskólinn í Reykja- vík, sem á sér langa sögu að baki og er auðug af traditionum, hafi skapað sér fastar venjur um skilnaðarathöfn þessa. Tilfinningar þær, sem leita nú útrásar hjá okkur dimittentum, eru sennilega mjög blandaðar, en þær tilfinn- ingar, sem munu vera einna ríkastar, jafnvel með hinum kaldhæðnustu á meðal okkar, munu vera skilnaðartregi og angurværð ann- ars vegar, en tilhlökkun og eftirvænting hins ókomna hins vegar, og býst ég við, að söknuð- urinn muni ágerast, að minnsta kosti fyrstu árin, en eftirvæntingin dvína í hversdagsleik komandi ára. Mönnum er stundum, og eink- um á mikilsverðum tímamótum ævinnar, gjarnt að sakna horfinnar bernsku, óafturkall- anlegra æskuára, samfélags við skólafélaga, umhyggju foreldra og kennara og þvíumlíks. En tár og tregi endurvekja ekki yndi liðinna ára. Við getum hæglega sætt okkur við það lögmál allrar framþróunar, að til þess að kom- ast til aukins þroska, verðum við að yfirgefa hin frumstæðari þroskaskeið með öllum þeirra einkennum og eðlilegu gleði, en hvert þroska- stig, sem náð verður, felur í skauti sínu áður ókunnar uppsprettulindir ánægju og yndis, er verða því dýpri, er ofar dregur á þroskabraut- inni. En hver er þá sú menntun, það manngildi, það veganesti, sem menntaskólanemendum er búið? Enginn skyldi ætla, að ég ætli að fara að ræða um kennslugreinar eða kennslufyrir- komulag. Til að meta manngildi og þroska fólks er einna óbrigðulast að athuga hugðar- efni og hugsunarhátt þess, og langar mig til að beita þeirri aðferð við menntaskólanemend- ur. Til þess að skilja hugðarefni manna til hlít- ar, verður að athuga nákvæmlega þær aðstæð- ur og þau kjör, sem þeir búa við, það uppeldi, sem þeir hafa hlotið, og það þjóðfélagsástand, sem ríkir í landi þeirra. Einnig koma til greina arfgengar venjur og ættarmetnaður, þegar val- ið er meira eða minna ósjálfrátt á rhilli hugð- arefna. Allt er þetta ásamt upplagi hvers og eins sá jarðvegur, sem hugðarefni manna eru sprottin upp úr. Slík athugun er vitanlega hvergi nærri algild, þar eð menn eru fæddir með svo mismunandi gáfnafari og þreki, að sumir virðast vera færir um að brjóta af sér öll bönd erfiðra aðstæðna, skapa sér hugðar- efni sín eftir vali eigin snilligáfu og komast SKÓLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.