Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.05.1947, Page 6

Skólablaðið - 01.05.1947, Page 6
Fyrir norðan fjöllin Langt að baki fjöllunum, sem fjarst í norðri rísa, er falin lítil sveit. Fólkið þar var alið við fannalög og ísa, en frost ei á það beit, því gegn um dimmu vetrarins vonir bjartar lýsa um vorsins fyrirheit. Þar átti fólkið heima frá vöggu’ að banabeði, — þótt bærinn væri smár. Það var víst stundum orðfátt og ekki mjúkt í geði, en átti heitar þrár. í dalsins fjöllum bergmálaði grátur þess og gleði í gegn um þúsund ár. Og enn er búið þarna við fjallsins köldu kinnar. en kjörin ei jafn hörð. Nóg er þó að starfa, þú sonur sveitarinnar, á slíkri gróðurjörð, og glaður skaltu verja þar árum ævi þinnar og yrkja hennar svörð. Og þótt þú ferðist óravegu yfir höfin bláu í auðs og framaleit, þá mundu óleyst störfin í lands og þjóðar þágu í þínum heimareit, — og lengst í fjarska norðursins, bak við björgin háu, bíður enn þín sveit. Arni Gunnarsson. 6 SKÓLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.