Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 7
GUNNAR NORLAND: Nokkur orð um skóla í Bandaríkjunum. Frá því er Bandaríki Norður-Ameríku voru sett á stofn, hafa tvö sjónarmið togazt á í landsmálum: vald sambandsstjórnarinnar í Washington og vald ríkjanna, sem nú eru orð- in 49 að tölu. Bandaríkin hafa sameiginlegan fána, sameiginlega mynt. Stjórnin í Washing- oon sér um hermál landsins, utanríkis- og tollamál o. s. frv. Um fræðslumál gegnir allt öðru máli, og kemur það mörgum útlendingum spánskt fyr- ir sjónir. Fræðslukerfi Bandaríkjanna er mesta flækja: Þar er mikil fjölbreytni, en hins vegar lítið samræmi. Einstaklingshyggja Bandaríkjamanna kem- ur einna skýrast fram í skólamálum þjóðarinn- ar. Stjórnin í Washington hefur hér ekkert vald, og má því segja, að ekki sé um eitt fræðslukerfi að ræða, heldur fjörutíu og níu eins og ríkin. Auk þess hafa borgir og sveita- félög hvers ríkis talsvert valdsvið í skólamál- um. Aðallega er um þrenns konar skóla að ræða: ríkisskóla, héraðsskóla og einkaskóla. Einka- skólar láta mjög til sín taka, enda eru sumir frægustu og ágætustu skólar Bandaríkjanna í þeim flokki, t. d. Harvard háskóli, Columbia í New York og Yale háskóli; ennfremur margir góðir menntaskólar. Einkaskólar eru margir á vegum kirkna, og eru kaþólsku einkaskólarnir þar langfjölmennastir (trúfræði er ekki kennd í barnaskólum eða menntaskólum, heldur í sunnudagaskólum á vegum kirknanna). Vestra eru skóladagar 5 í viku hverri, en ekki 6 eins og hér og á Norðurlöndum. Skól- ar byrja venjulega í september, en lýkur í júní. Þessi lauslega mynd gerir skólamálum Bandaríkjanna engin veruleg skil, en þó má sjá, hver mismunur er á þessum málum þar vestra og hér. Það er t. d. vart hugsanlegt, að Bandaríkjamenn komi á lögboðinni stafsetn- ingu, er verði kennd við alla skóla. Ekkert skal ég um það segja, hvort Bandaríkjamenn mundu kjósa að samræma kennslumál lands- ins, ef svo ólíkindalega skyldi vilja til, að þeir kæmu sér saman um þau. Þó að mikill munur sé á því, hvað er kennt og hvernig í amerískum skólum, eru skólarn- ir formlega svipaðir í öllum ríkjum landsins. Verður nú gerð nokkur grein fyrir þessu. Almenn skólaskylda er nokkuð breytileg eftir ríkjum, en er oft talin frá 5 ára aldri til 17 eða 18, stundum styttri. Barnaskólinn nær yfir fyrstu 8 árin (ele- mentary school), en síðan tekur við mennta- skóli (high school), og er hann fjögra ára skóli. Að honum loknum eiga menn jafnan aðgang að háskólum. Stytzta háskólanám er 4 ár (B. A. eða B. S. próf). Eftir það eru 1 eða 2 ár til meistaraprófs, en 3 eða 4 til doktorsprófa. Þetta fyrirkomulag er algengast, en geta má annarra. Oft er t. d. barnaskólinn 7 ár, mennta- skólinn 4 og síðan 2 ár við háskóla (junior col- lege). Eftir tvö ár við almennt háskólanám fara margir á lækna- eða lagaskóla. Eftir þessu mætti segja, að „menntaskólinn" (high school) nái yfir 4 síðustu skólaskyldu- árin. Áður fyrr voru til skólar vestanhafs á borð við okkar menntaskóla, er nefndir voru „latin schools". Þeir eru nú nær alveg horfnir úr sögunni, eftir að hlutverk menntaskóla breytt- ist, og þeir voru felldir inn í skólakerfið. I Bandaríkjunum sækir um 80% allra ungl- inga á aldrinum 14—17 ára menntaskóla, en aðeins lítill hluti þeirra heldur áfram við há- skólanám. Þessi hundraðstala er nokkuð há, ef miðað er við aðsókn að menntaskólunum hér. Munurinn er sá, að íslenzku menntaskól- unum svipar talsvert til gamla latínuskólans: hér eru kennd ákveðin fög, svo sem tungumál, stærðfræði o£ saga. En í Bandaríkjunum eru SKOLABLADIÐ

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.