Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 8
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON: Nokkrar hugleiðingar um kennara, kennslu og nemendur. (Óundirbúinn ræðustúfur, fluttur á síðvetrarhátíð Menntaskólans.) Góðir áheyrendur! Einhvern tíma, áður en Hekla vaknaði af sín- um hundrað ára svefni, lofaði ég því að segja eitthvað á þessari samkundu. En svo gaus sem sagt Hekla, til lærdóms fyrir reynslulítinn jarð- fræðing, eins og „Ófeigur11 orðaði það, og síð- an hefi ég haft annað um að hugsa en skóla- skemmtunarræðu og hélt satt að segja, að skólahátíðin væri um garð gengin, þegar Bjarni Bragi hringdi í mig í dag og minnti mig á loforð mitt. Eg hefi því í mesta flýti hripað niður nokkrar hugleiðingar um kennara, kennslu og nemendur. Eins og ykkur er kunnugt, hefir kennslan í Menntaskólanum nýlega verið rædd í Skóla- blaðinu. Það er alltaf fróðlegt fyrir kennar- ana að kynnast skoðunum nemenda á kennslu og kennurum, og væri nógu gaman að gefa einhvern tíma öllum bekkjum stílsefnið: Hvernig eiga kennarar og kennsla að vera? Ef allir þyrðu að skrifa þar um það, sem þeim býr í brjósti, myndi margt koma á daginn, en ég held, að erfitt myndi fyrir kennarana að upp- fylla allar þær óskir, sem þar kæmu fram. Eg get nefnt nokkra eiginleika, sem mér hefur skilizt að margir nemendur muni telja kenn- araprýði. Sá er einn, að kennari sé kvef- og kvillasæll, en þó ekki rúmfastur það marga daga í röð, að fá verði kennara í hans stað, heldur liggi hann einn og einn dag í einu, því að það þýðir frí. Sá hinn sami kvef- og kvillasæli kennari á þó stöðugt að vera í sólskinsskapi og vera svo hress um helgar, að hann sé reiðubúinn að þeytast austur í Sel og þola þar tvær svefn- vana nætur. A meðan á Selsdvölinni stendur er æskilegt, að kennarinn hafi þá eiginleika að tiltölulega fáir fagskólar, og hafa menntaskól- arnir að nokkru leyti komið í þeirra stað. I barnaskólum eru kennd ákveðin fög, sem allir nemendur verða að læra. En þegar á átt- unda eða níunda skólaári verður breyting, og geta nemendur þá valið um fögin. — Við menntaskóla eru kennd sömu fög og við gömlu latínuskólana, en auk þeirra fjölmörg önnur. Menn læra rafmagnsfræði, járn- og málmsmíði, hagfræði, verzlunar- og þjóðfé- lagsfræði, vélritun, auglýsingafræði (ómiss- andi fyrir Ameríkumenn), saumaskap og hver veit hvað. Sumir leggja aðaláherzlu á stærð- fræði og efnafræði, aðrir á tungumál og þjóð- félagsfræði og enn aðrir á þær greinar, sem hagnýtari má telja í daglegu lífi. Oft vill reynslan verða sú, að nemendur leggja of mikla rækt við hinar „praktisku" greinar á kostnað almennrar undirstöðumenntunar, og er það að mörgu leyti mesta óráð. Amerískir skólar veita reyndar nemendum víðtækari og fjölbreyttari fræðslu en Evrópuskólarnir, en oft hef ég fyrirhitt stúdenta úr þessum skólum, sem hvorki gátu hugsað né talað rétt. Léleg blöð, lélegt útvarp og fáránlegar kvikmyndir bæta ekki úr skák. Menntaskólastúdentar skiptast því í tvo hópa: þá, sem ofurseldir eru jazzmenningu og einhliða fagmenntun, og hina, sem hlotið hafa almenna, og oft á tíðum ágæta undirstöðumenntun til háskólanáms. 8 SKÓLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.