Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1947, Síða 9

Skólablaðið - 01.05.1947, Síða 9
vera heyrnarlaus og sjónlaus og jafnvel lykt- arlaus. Kennari á helzt ekki að taka nokkurn nem- anda upp í nokkrum tíma, nema þá e.t.v. dúx- ana endrum og sinnum, og þá að undangeng- inni aðvörun í næsta tíma á undan. Hann á helzt að verja allri kennslustundinni í rabb og því betra, sem það rabb er fjarskyldara fag- inu. Skrifleg próf skal hann aldrei hafa, en vei honum, ef hann gefur rangláta vetrareinkunn. Ranglát er hver sú einkunn kölluð, sem er eitthvað lægri en sú, sem nemandinn hafði gert sér vonir um á bjartsýnustu augnablik- um. Sé einkunnin hærri en nemandinn hafði getað gert sér vonir um, er hún kölluð sann- gjörn. Oskadraumur margra nemenda um eina skólaviku get ég að muni vera eitthvað á þessa leið: Mánudagur: Mánaðarfrí. Þriðjudagur: Morgunsöngur féll niður vegna þess, að salsgólfið var nýbónað. 1. tími. Enska. Kennarinn fór í ógáti aftur yfir lexíu síðasta laugardags. 2. tími. Náttúrufræði. Sýndar skuggamyndir. 3. tími. Latína. Skotið á skólafundi. Engum varð ljóst, hvaða mál voru á dagskrá, en það tókst að treina fundinn svo lengi, að kennsla í 4. tíma, var frönskutími, féll Hka niður. 5. tími. Danska. Kennsla féll niður vegna inflúensu kennarans, og út á það var slegið frí í síðasta tíma, sem var sögutími. Miðvikudagur: Morgunsöngur féll niður af sömu ástæðu og daginn áður. 1. tími. Leikfimi. Féll niður vegna mæni- veikihættu. 2. tími. Náttúrufræði. Féll niður vegna Grímsvatnagoss. 3. tími. Eðlisfræði. Kennslu snúið upp í kúluvarp. 4. tími. Enska. Kennsla féll niður vegna þess, að Slysavarnafélagið sýndi kvikmynd um græðslu meiðsla vegna gangaslaga. 5. tími. Latína. Fékk frí út á tannpínu. 6. tími. Þýzka. Kennarinn spilaði Lingua- phoneplötur. Fimmtudagur: Komst ekki í fyrsta tíma vegna þess, að strætisvagninn bilaði á leiðinni. 2. tími. Kennsla féll niður vegna þess, að rektor hélt skammaræðu á salnum. O. s. frv. Helzt myndu sumir óska þess, að allar vik- ur vetrarins væru þessu líkar, en kvarta myndu þeir hinir sömu, ef þeir fengju lága vetrareinkunn. Eg ætla ekki að orðlengja meira um óskir nemenda, en vildi að lokum sem kennari víkja nokkrum orðum að hegðan nemenda. Eg ætla að lesa upp nokkur atriði úr reglugerð, sem ég út frá minni litlu reynslu sem kennari teldi æskilegt að nemendur, og þá einkum þeir, sem ég kenni, vildu undirgangast. I. Hafi nemanda tekizt að krota skopmynd af kennara sínum á töfluna í frímínútum, skal hann ekki flýta sér að þurrka hana út, þegar kennarinn birtist í dyrunum. Hugsazt gæti, að myndin væri svo vel gerð, að kennarinn hefði gaman að henni. II. Hugsi nemendur sér að eyða kennslustund- inni í þá eðlu íþrótt, sem nefnist skák, ber þeim að setja ekki lélegustu skákmennina við borðin næst kennarapúltinu. Það trufl- ar háfleygar hugsanir kennarans og sviptir hann sálarró að sjá vitlaust hrókað eða biskupi leikið með riddaragangi rétt við nefið á sér. III. Séu einhverjar laglegar stúlkur í bekk, er rétt að setja þær í fremstu sætin. Þetta er ekki aðallega kennaranum til augnayndis, heldur vegna þess, að þeim strákum, sem sitja framar í bekknum en laglegu stúlkurn- ar, hættir við að snúa baki í kennarann í kennslustundum. IV. Sé hörkufrost úti og miðstöðvarkerfi skól- ans í sínu venjulega biliríi og nemendur hugsa sér að fá frí út á kulda í kennslustofu, er skólahússins vegna ráðlegra að reyna að lyppa glugga af hjörum en mölva rúðu. V. Ef skriflegt próf er og tveimur ófróðum hef- ir tekizt að mjaka borðum sínum svo nærri hvoru öðru, að þeir geta lesið hvor hjá öðr- um, er æskilegra að sá vitlausari reyni að skrifa eitthvað upp eftir þeim minna vitlausa en vice versa. VI. Til eru þeir nemendur, sem hafa þann kropps- eða sálarlega kvilla að þurfa að SKOLABLAÐIÐ 9

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.