Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1947, Síða 10

Skólablaðið - 01.05.1947, Síða 10
HALLBERG HALLMUNDSSON: „Alltaf hjá méru Við sátum fjórir kringum eldinn. Það var kvöld í ágúst og orðið allrokkið, en þó hlýtt. Við Jóhannes, félagi minn, vorum í sumarfríi og vorum búnir að fara norður og austur um land, höfðum séð margt og skemmt okkur á- gætlega. Nú vorum við á suðurleið aftur og áttum aðeins tvo daga eftir af fríinu, en þeim höfðum við ákveðið að eyða í ró og næði við Hreðavatn. Við höfðum valið okkur tjaldstað við hliðina á öðru tjaldi, en í því bjuggu aðr- ir tveir ferðalangar. Við kynntumst þeim fljót- lega og ákváðum allir að stytta okkur stundir um kvöldið við að rabba saman. Þessir nágrannar okkar voru annars mjög athyglisverðir menn, þótt ekki væri nema vegna þess, hve ólíkir þeir voru. Annar, sá yngri, var léttlyndur og gamansamur og sá oftast eitthvað spaugilegt við allt. Hann hét Ari. Hinn, Gísli, var aftur á móti alvarlegur og hugsandi, virtist jafnvel oft þunglyndur og lífsleiður. Ekki virtist þessi munur þó hafa á- hrif á góða sambúð þeirra, þvert á móti, því að þeir voru ákaflega góðir vinir. Og nú sátum við þarna kringum eldinn, all- ir fjórir, og röbbuðum saman. Talið hafði bor- ganga út í hverjum tíma. Æskilegt er, að þeir hinir sömu noti skó, sem ekki marrar í. VII. Hljóti nemandi góða einkunn, ber hon- um að þakka það kennara sínum. Sé ein- kunnin miður góð, kennir hann sjálfum sér um. VIII. Eigi nemandi sömu leið úr eða í skóla og kennari og báðir eru gangandi, fer vel á því, að nemandi bjóði kennaranum að bera tösku hans. Sé kennarinn gangandi en nem- andinn í bíl, ber nemandanum að taka kenn- arann upp í. Sé nemandinn í bíl en kennar- inn á hjóli, er ekki illa til fallið, að nemand- izt að ýmsum dulrænum atburðum og Jó- hannes, félagi minn, hafði verið að enda við að segja frá einhverju slíku, sem fyrir hann hafði komið. Það vita sjálfsagt allir, hvernig það er, þeg- ar talað er um slíka hluti. Loftið virðist eins og blandið einhverri kynngi, jafnvel ósýnileg- um verum, maður þorir varla að hreyfa sig og lætur sem minnst á sér bæra. Þannig var þetta líka nú. — Já, sagði Ari glaðlega og kæruleysislega, þegar Jóhannes hafði lokið máli sínu. — Þetta er dálítið skrítið, og ég veit, að það eru ýmsir, sem trúa á dularfull fyrirbrigði og þess hátt- ar, en ég held nú, að megnið af þessu séu bara hindurvitni, sem stafa af þreyttum taugum eða einhverju svoleiðis. Eða hvað segir þú um það, Gísli? Gísli hafði hingað til setið þögull og starað í eldinn og virtist vera í þungum hugsunum. Þegar Ari spurði, leit hann upp, en svaraði ekki alveg strax. — Ég skal segja þér sögu, Ari, sagði hann svo. — Eða það er nú eiginlega ekki saga, held- inn bjóði kennaranum að keyra bílinn, en setjist sjálfur á hjólhestinn. IX. Á skólaböllum fer vel á því að hafa stund- um dömufrí og koma því í kring, að lagleg- ustu dömurnar bjóði kennurunum upp. Slíkt getur minnkað um stundarsakir hugarvíl þeirra ógiftu og styrkt aðstöðu þeirra giftu gagnvart eiginkonum þeirra, er þær sjá, að mönnum þeirra er ekki horfin öll kvenhylli. Og svo að lokum: Æskilegt er, að þess sé aldrei farið á leit við bóngóða kennara, sem koma heim útjaskaðir af eldfjallapríli, að þeir skemmti á skólahátíð. Slíkt hefnir sín. 10 SKÓLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.