Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 11
ur bara frásögn, sem mætti kannski kalla þátt úr ævisögu minni. Hann ræskti sig ofurlítið, en byrjaði síðan sögu sína og beindi henni einkum til Ara. — Þú veizt, að ég var í Háskólanum, en hætti þar eftir tveggja ára nám. En þú veizt líklega ekki, hvers vegna ég hætti, og það er frá því, sem ég ætla að segja þér. Ég átti vin, sem hét Helgi. Við vorum alltaf saman og herbergisfélagar. Yfirleitt vorum við eins góðir vinir og tveir menn geta verið. Svo var það eitt sinn, þegar við vorum á dansleik, að ég kynntist stúlku, sem hét Jóna. Það var falleg stúlka, afarfalleg, og ég varð undir eins ástfanginn af henni. Seinna, þegar ég kynnti hana fyrir Helga, vini mínum, varð hann það einnig, en það duldi hann fyrir mér svo vel, að mig grunaði ekkert, þar til daginn, sem við Jóna trúlofuðumst. Hann hafði tekið í hendina á mér og óskað mér til hamingju, þegar ég sagði honum tíð- indin. En mér hafði strax fundizt hann und- arlega daufur og datt þá í hug, hvort það gæti verið, að hann væri einnig ástfanginn af Jónu. Eg hafði reyndar tekið eftir því, að hann virt- ist oft eins og hálffeiminn í návist hennar, en mér hafði aldrei dottið í hug, að það væri af þeim ástæðum. Og um kvöldið varð svo grunur minn að vissu. Við höfðum ákveðið að hafa smágleð- skap heima hjá Jónu, og ég bauð auðvitað Helga þangað. En hann afsakaði sig með því, að hann væri lasinn og vildi heldur vera heima og fara snemma að sofa. Við því var auðvitað ekkert að segja, enda var það víst ekki fjarri sanni, og ég fór því einn. Við skemmtum okkur fram eftir nóttu við dans og drykkju. En um klukkan hálf- fimm skeði dálítið atvik, sem flestum þótti reyndar ósköp hversdagslegt — nema mér. Ljósin slokknuðu. Þetta var auðvitað enginn alvarlegur né dularfullur atburður, og ég veit ekki af hverju það var, að það læddist að mér einhver óhugnan við þetta. Mér varð ískalt og illt í höfðinu. Litlu síðar kom ljósið aftur. Það hafði ónýtzt öryggi og nýtt verið sett í staðinn". En þegar ég kom heim í herbergi okkar Helga kl. 6 um morguninn, var hann horfinn. Morgunblöðin komu strax með fregnina, feitletraða á fremstu síðu: UNGUR MAÐUR DREKKIR SÉR og neðan undir því: „Um klukkan 4.30 í nótt skeði sá atburður . . . ." o. s. frv. Einmitt á sömu stundu og ljósin slokknuðu. Hér þagnaði Gísli ofurlitla stund, en hélt síð- an áfram og beindi máli sínu alltaf til Ara: — Eg geri varla ráð fyrir því, að ég þurfi að lýsa fyrir þér þeim áhrifum, sem þetta hafði á mig. Eg syrgði Helga mikið, því að við höfð- um verið óaðskiljanlegir vinir. Að því, er snerti Jónu, þá fannst mér sem við gætum aldrei orðið hamingjusöm. Mér fannst sem Helgi hefði komið á milli okkar um aldur og ævi og hann gætum við ekki rekið, hann var bezti vinur minn. Þess vegna sagði ég henni upp. Mér virtist það ekki fá neitt verulega á hana, þegar ég sagði henni þessa ákvörðun mína, en það var ekki annað en blekking. Hún að- eins stillti sig meðan ég var hjá henni. Ég las ekki mikið þann daginn. Ég lá í her- bergi mínu og mókti milli svefns og vöku. Um kvöldið ætlaði ég að reyna að lesa, en þá sótti á mig syfja, og ég sofnaði út frá bókunum. Þegar ég vaknaði aftur, var dimmt í herberg- inu, og mér var hrollkalt. Eg mundi það, að ljósið hafði verið kveikt, þegar ég sofnaði og aftur áetti að mér þessa óhugnan eins og nótt- ina, sem Helgi fyrirfór sér. Ég varð alveg ofsalega hræddur og þaut upp af dívangarminum og öskraði. Svo fálm- • aði ég eftir jakkanum mínum í myrkrinu og ætlaði að þjóta út. En þá sá ég sjón, sem ég mun aldrei gleyma og kom mér til að hrökkl- ast til baka. Við dyrnar stóð Jóna og frá henni stafaði ískaldur gustur. Hún var náhvít í framan, aðeins dökkir baugar kringum augun, og vatnið draup úr hári hennar og klæðum. Eg öskraði aftur og vildi skjótast fram hjá henni, en hún gekk í veg fyrir mig. — Þú kemst ekki út frá mér núna, sagði hún. — Héðan af verður þú alltaf hjá mér. Eg æpti einu sinni enn, síðan leið yfir mig. SKOLABLAÐIÐ 11

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.