Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 12
Eftir þennan atburð var ég heilt ár á sjúkra- húsi, Kleppi. Gísli þagnaði aftur ofurlitla stund, en sagði svo hálfhryssingslega: — Þarna hefurðu ástæð- una fyrir því, að ég hætti námi. Nú varð þögn, sem aðeins var rofin af snarkinu í eldinum. Gísli horfði fram fyrir sig og virtist vera órafjarri, sokkinn niður í endurminningar sínar. Þar eð ég vissi, að ekki mundi verða sagt meira, bauð ég góða nótt. Hið sama gerðu Jóhannes, félagi minn, og Ari. — Góða nótt, sagði Gísli og mér virtist hann leggja fullmikla áherzlu á orðin. — Góða nótt. Við Jóhannes skriðum þegjandi ofan í svefn- pokana, því að saga Gísla hafði haft mikil á- hrif á okkur. Eg l'eit sem snöggvast út um tjaldopið, áður en ég lagðist niður. Gísli sat í sömu stellingunum með hendurnar á hnjánum og horfði fram og niður fyrir sig. Og öðru hvoru sagði hann, hálfhátt eins og út í bláinn: — Alltaf hjá mér. Héðan af verður þú allt- af hjá mér. Alltaf .... Mér gekk erfiðlega að sofna, hvort sem það hafa verið afleiðingar frásagnarinnar eða af því, hvernig bjarminn frá eldinum flökti um tjaldið. Að lokum seig þó á mig eitthvert mók, ég var eiginlega hvorki vakandi né sofandi, heldur mitt á milli. Ég veit ekki, hvað ég var búinn að móka þannig lengi, þegar ég hrökk upp við það, að eldbjarminn dó skyndilega út, og það varð dimmt, aldimmt. Allt í einu setti að mér ein- hvern óttahroll. Gat það verið, að . . . .? Eg gaf mér varla tíma til að hugsa hugsun- ina til enda, en þaut upp úr svefnpokanum og skreiddist út um tjalddyrnar, og um leið kom Ari ú.t úr hinu tjaldinu. Við litum strax þang- að, sem eldurinn hafði staðið. Við óútbrunninn viðarköstinn sat Gísli í sömu stellingum og þegar við höfðum skihð við haíin og horfði fram fyrir sig — brostn- um augum. Hallberg Hallmundsson. 6. bekkjar ráðið. Einar Jóhannesson, Guð- mundur Magnússon, Arni Guðjónsson, Stefanía Pét- ursdóttir, Höskuldur Ól- afsson. 12 SKÓLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.