Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 13
STEINGRIMUR HERMANNSSON: SKAKLIF I SKOLANUM. í mörg ár hefur verið starfandi taflfélag hér í skólanum. Ekki gat ég komizt aS, hvenær það var stofnað, en sögu þess má rekja til vetrarins 1925—26, en það var eitt af endur- reisnarárum þess. Starfsemi félagsins hefur gengið dálítið skrykkjótt. Oft hefur þar verið mikið fjör, en þess á milli hefur það alveg leg- ið niðri. Nú síðast var félagið endurreist 18. apríl 1945, eftir að það hafði legið niðri í 6 ár. Síð-. an hefur skákáhugi stöðugt vaxið í skólanum, og óhætt mun að fullyrða, að áhugi fyrir skák hefur aldrei í sögu skólans verið eins mikill og nú í vetur. Áður var einna mestur áhugi þau árin, sem þeir Guðmundur Arnlaugsson og Baldur Möller voru í lærdómsdeildinni, eða frá 1930 til 1933. íþaka var þá opin á kvöldin fyrir tafl- fundi, og kom Einar Þorvaldsson einu sinni eða tvisvar í viku og leiðbeindi. Vanalega voru þar þá 15 til 20 nemendur, sem höfðu á- huga fyrir skák og lærðu af erindum hans og leiðbeiningum. Bekkjakeppni var háð og sömuleiðis keppni um skákmeistaratitil skól- ans. Þá var skákmeistari Guðmundur Arn- laugsson. I þann tíma var til hér í skólanum fagurt skákborð með silfurreitum, og voru nöfn skákmeistaranna grafin á reitina. Gaman væri að halda þeirri venju að keppa um skák- meistaratitil skólans, en það er erfiðara nú, vegna þess hve þátttakendur mundu verða margir. Líklega yrði að grípa til þess leiðin- lega ráðs að takmaíka þátttöku. Ekki var mik- ið um fjöltefli þá hér í skólanum. Þó tefldi Eggert Gilfer að minnsta kosti tvö fjöltefli. Dálítill annar bragur hefur verið á því skák- tímabili, sem nú stendur yfir. Nú, einkum þó í vetur, hefur lítið eða ekkert verið um tafl- æfingar. Þó hefur verið reynt að stofna til funda, en ekki hafa mætt þar nema fimm eða sex menn. Aftur á móti skortir ekki áhugann, þegar um keppni er að ræða, og hafa þá oft komizt færri að en vildu. Þess vegna hafa nær eingöngu verið bekkjakeppnir og fjöltefli. Það væri mjög ákjósanlegt að hafa taflfundi öðru hvoru, þar sem við fengjum tilsögn einhverra góðra skákmanna. í vetur höfum við fengið marga af beztu taflmönnum landsins til að tefla fjöltefli hér í skólanum. Yfirleitt má segja, að útkoman hafi verið mjög viðunandi fyrir okkur. I þeim átta fjöl- teflum, sem tefld hafa verið í vetur, hafa þeir, sem tefldu, unnið að meðaltali 72.6%. Merkust má eflaust telja fjölteflin við hina erlendu skákmenn Abraham Yanofsky og Robert Wade. Yanofsky varð okkur sérstaklega erf- iður, og voru margir óánægðir með útkomuna, en hann vann 93.33%. Aðeins einn, Guðmund- ur Pálmason úr 4. C, vann hann, en tveir gerðu jafntefli, þeir Grétar Kristinsson úr 4. D. og Ólafur H. Ólafsson úr 4. C. Þó er varla ástæða til að vera óánægður, ef athugaður er hinn á- gæti árangur hans annars staðar. Meðan Yan- ofsky dvaldi í Evrópu í sumar, tefldi hann mörg fjöltefli. I Hollandi tefldi hann fimm. Af 189 skákum vann hann 144, tapaði 7 og gerði 38 jafntefli. Hann vann því 86.4%. í Sviss tefldi hann 3 fjöltefli. Af 104 skákum tapaði hann aðeins 4, vann 87 og gerði 13 jafntefli, eða vann 89.9%. Samt sem áður held ég, að við hefðum getað gert betur. Yanofsky sagði eftir fjölteflið hér, að sig undraði það mjög, hve sterkt og mikið skáklið við hefðum. Skömmu seinna tefldum við við R. Wade fyrrverandi skákmeistara Nýja Sjálands. Nú gekk okkur miklu betur. Af 30 skákum vann Wade 17, tapaði 6 og gerði 7 jafntefli. Hann vann því aðeins 68.3%. Þeir, sem unnu voru: Árni Guðjónsson 6. B., Ólafur Stephensen 6. C, Bjarni Guðnason 5. D, Sigurberg H. Elen- tínusson 5. D, Ólafur Ólafsson 4. C og Lúðvík SKÓLABLAÐIÐ 13"

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.