Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 14
Gissurarson 1. bekk. Jafntefli gerðu: Sigfús Einarsson 6. C, Pétur Guðmundsson 6. C, Baldur Davíðsson 5. D, Guðmundur Pálmason 4. C, Þór Vilhjálmsson 4. C, Sveinn Jónsson 4. B og Rafn Stefánsson 1. bekk. Wade var ekki ánægður með úrslitin og sagði meðal annars, að Yanofsky hlyti að hafa verið heppinn. Hann kvaðst iðulega hafa teflt við skóla á Nýja Sjálandi og yfirleitt ekki hafa tapað meira en einni eða tveimur skákum. Wade tefldi nokkur fjöltefli í bæjum og þorp- um á Suð-Vesturlandi og fékk hann líka út- Wade og Yanofsky. komu þar og hjá okkur, þó oftar betri. í kveðjusamsæti því, sem þeim var haldið, sagði Wade, að hann hefði fengið verri útkomu úr fjölteflum hér en í milljónaborgum erlendis. Hann sagði sömuleiðis, að það væri mjög at- hyglisvert og lofaði miklu um framtíðina, hve mikið væri hér af unglingum meðal þeirra, sem tefldu. Erlendis kvað hann þá, sem tefldu eitthvað að ráði, yfirleitt vera gifta menn, því að þá væri það sama ástæðan, sem ræki þá að skákborðinu, sem hefði haldið þeim frá því áður. Ekki er gott að segja, hvað veldur þess- um skákáhuga drengja hér, en bágt á ég með að trúa, að kvenfólkið hafi minna aðdráttar- afl hér en erlendis. Fyrir skömmu tefldi Guðmundur S. Guð- mundsson fjöltefli við okkur, og mun það að öllum líkindum hafa verið okkar glæsilegasta fjöltefli. Guðmundur tefldi á 34 borðum. Þar af vann hann 18, tapaði 9 og gerði 7 jafntefli. Hann vann því aðeins 63.24%. Þetta er mjög glæsilegt hjá okkur, sérstaklega þegar borið er saman við önnur fjöltefli hans. Þeir, sem unnu, voru: Árni Guðjónsson 6. B, Haraldur Einarsson 6. B, Guðmundu rMagnússon 6. C, Einarsson 6. B, Guðmundur Magnússon 6. C, D, Steingrímur Hermannsson 5. D, Guðmurid- ur Ingi Ingimundarson 4. B, Björn Jóhannes- son 2. bekk og Ríkarður Pálsson 1. bekk. Jafn- tefli gerðu: Bergur Bjarnason 6. C, Pétur Guð- mundsson 6. C, Sigfús B. Einarsson 6. C, Guð- mundur Pálmason 4. C, Ólafur H. Ólafsson 4. C, Ólafur Ólafsson 4. C og Jón Helgason 2. bekk. Frá „Yanofskymótinu“. Hér á eftir fer skák Guðmundar Pálmason- ar í fjölteflinu við Yanofsky 8. marz síðastlið- inn, með athugasemdum eftir D. A. Yanofsky: Hvítt: A. Yanofsky. Svart: Guðmundur Pálmason. Sikileyjar-vörn. 1. e2—e4, c7—c5, 14 SKÓLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.