Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 16

Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 16
ERLA ÞORDÍS JONSDÓTTIR: LEYSING Það var sunnudag nokkurn í apríl. Sumarið var á leiðinni hingað norður á hjara veraldar. Dagurinn var orðinn lengri en nóttin. Sólin var að keppast við að þíða klakann úr jarð- veginum og speglaði sig í vatnspollunum, sem henni hafði tekizt að mynda á þjóðveginum. Mosinn breiddist, rakur og ferskur, eins og mjúkt, grátt teppi yfir grett og svart Hafnar- fjarðarhraunið. Það var engu líkara en skap- arinn hefði fengið þessum frumstæða gróðri það hlutverk í hendur að slétta úr hrukkum hraunsins. Grasgeirarnir í hrauninu voru farn- ir að grænka, og einstaka blóm hafði dirfzt að stinga upp kollinum. Sólin tók brosandi á móti þeim öllum og gladdist yfir hverju nýju, sem bættist í hópinn. Úti við ströndina gjálfruðu léttar góðveð- ursöldur. Þær voru í sólskinsskapi og sungu um sumarið, sem í vændum var. Fjöllin voru söm við sig. Fljótt á litið virt- ust þau tæpast taka eftir því, hvað dagurinn var orðinn langur og bjartur og sólin örlát á geisla sína. Friður og tign hvíldi yfir þeim, þar sem hinar mjúku og hvössu línur þeirra bar við bláma himinsins. En þegar betur var að gáð, kom í ljós, að einnig þar hafði vorið verið á ferð. Sólin var önnum kafin við að bræða hvern skaflinn á fætur öðrum og breyta honum í vatn. Og vatnið safnaðist saman í gamla lækjarfarvegi, sem höfðu verið að bíða eftir því allan veturinn. Litlu lækirnir bunuðu niður eftir fjallahlíðunum og sungu tra-la-la. Öðru hverju var kyrrð náttúrunnar rofin af bíl, sem brunaði eftir veginum til Keflavíkur. Þar gat að líta bæði litla og stóra bíla, fallega og ljóta, íslenzka og erlenda. Glæsilegu einka- bílarnir, sem voru að vísu framleiddir í Amer- íku, en höfðu nýlega fengið íslenzkan borgara- rétt, báru vitni um hinn efnalega uppgang ís- lendinga á stríðsárunum. Grábrúnu herbifreið- arnar minntu óhugnanlega á styrjöldina, sem nú geisaði um víða veröld. Hinir samlitu bíl- stjórar þeirra sátu þögulir við stýrin, tuggðu að sið Ameríkumanna og hugsuðu heim til „Vínlands hins góða". Þeir af þeim, sem al- #vörugefnir voru, veltu fyrir sér gangi styrj- aldarinnar, en hinir, sem léttúðugri voru, sögðu hver við annan, að skrambi gæti nú verið gaman að ná sér í stelpur. Tvær ungar stúlkur, sem höfðu verið fermd- ar í fyrra, voru á gangi eftir veginum. Vor- blíðan hafði eggjað þær á að leggja land und- ir fót. Og nú lék hin svalandi gola um hinar ungu kinnar þeirra, sem voru orðnar fölar af skólasetum vetrarins. Þær gengu þögular hvor á eftir annarri á vegarbrúninni. Þær virtust vera allt að því þungbúnar, þar sem þær báru fæturna hvorn fram fyrir annan, niðursokknar í hugsanir sín- ar. Unglingum á þessum aldri er títt að vera með hguann uppi í sjöunda himni skýjaborga sinna. Sagði ég unglingum? Mér er sem ég sjái svipinn á þeim, ef þær hefðu heyrt til mín núna! Því að þeim fannst sannarlega ekki, að þær væru neinir unglingar. Þær litu á sjálf- ar sig sem fullþroskaðar stúlkur og vildu láta aðra gera slíkt hið sama. Og þær móðguðust ákaflega, ef ókunnugu fólki láðist að þéra þær. Nú rauf önnur þeirra þögnina: „Æ, mig langar svo að gera eitthvað snið- ugt!" Hin kom í skyndi fljúgandi ofan úr skýja- borgum sínum og tók undir þessa mjög svo eðlilegu og tímabæru ósk stallsystur sinnar. „En hvað finnst þér þá, að við ættum að gera?" bætti hún við. Grúbrúnn jeppi kom akandi rétt í þessu. 16 SKOLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.