Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 17

Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 17
Tveir ungir og fjörlegir Ameríkumenn í her- mannabúningi sátu í honum. „Halló, girls", hrópuðu þeir. „Halló", voru þær búnar að glopra út úr sér, áður en þær vissu af. Nú hýrnaði heldur en ekki yfir hermönn- unum. Þeir höfðu eiginlega hreint ekki búizt við því, að kveðju þeirra yrði sinnt. Þeir tók- ust þess vegna allir á loft og vildu óðir og upp- vægir fá stúlkurnar með sér í bíltúr. Þær litu hvor á aðra spurnaraugum. Vitan- lega bar þeim að snúa undir eins baki við þessum freku strákum. Það mundu allar sið- samar stúlkur hafa gert. En á hinn bóginn var þarna tækifæri til að gera „eitthvað sniðugt". — Hví ekki að fara með þeim? Enginn þyrfti nokkru sinni að komast að því. Léttar í skapi stigu þær upp í jeppabílinn. Þeim virtist það vera eins og í ævintýri að líða áfram eftir þjóðeginum í jeppa við hlið- ina á ungum hermönnum og tala ensku. Þær nutu þess að eta súkkulaði og appelsínur og tyggja amerískt tyggigúmmí með piparmyntu- bragði. Sannarlega var þetta „eitthvað snið- ugt!" — Degi var tekið að halla, þegar þær stigu út úr bílnum í einu af úthverfum Reykjavíkur. Því að auðvitað þorðu þær ekki að láta þá aka sér alla leið heim. „Gætum við ekki hitzt aftur annað kvöld?" spurðu þeir með sínu blíðasta brosi. Þær litu hikandi hvor á aðra. „Það væri nú nógu gaman að hitta þá aft- ur", sagði önnur þeirra. Hin hristi höfuðið. „Það er ekki hægt!" Svo kvöddu þær piltana og þökkuðu þeim kærlega fyrir skemmtunina. „But we can not possibly see you again". Þeim þótti auðsjáanlega súrt í broti. Auð- vitað áttu þeir bágt með að átta sig á því, að stúlkurnar þeirra, sem þeir höfðu verið svo heppnir að ná í, væru ekkert annað en krakka- kjánar, sem væru að reyna að stelast til að gera „eitthvað sniðugt". Þær horfðu á eftir jeppanum, þar til er hann var kominn úr augsýn. En þetta litla sunnu- dagsævintýri þeirra var geymt, en ekki gleymt. Þær gengu heim á leið, hryggar og glaðar í senn. „Það hefði náttúrlega verið gaman að hitta þá aftur", sagði önnur þeirra og andvarpaði. „Það hefði vafalaust orðið dýrt spaug", sagði hin og þóttist hafa hitt naglann á höfuðið. „Tókstu eftir því, hvað hann hafði löng, svört augnahár? Hefurðu nokkurn tíma séð . . . ." Hún átti engin orð, bara lokaði aug- unum og brosti, hugfangin. „Þú verður að láta þér nægja að dreyma um hann, þangað til þú verður skotin í öðrum, elskan", sagði hin, huggandi. Stundum koma vorhret á íslandi. Þá kelur litlu blómin, sem ef til vill hafa náð að gægjast upp úr moldinni í vorleysingunum. Það voru eins konar vorleysingar, sem áttu sér stað í hjörtum þessara ungu stúlkna þenn- an dag. Ofurlítil ástarblóm reyndu að skjóta frjóöngum í hjörtum þeirra. En þau kól vegna hinna óblíðu aðstæðna. Samt var sumarsins ekki langt að bíða, sól- ríks sumars með sæt og ilmandi blóm. Fyrsta vornóttin. Ástfangin svanahjón suður á heiðum svífa' yfir lyngvaxið drag. Tárhreinum daggperlum gráta af gleði grösin, sem lifnuðu í dag. Sumarsins gróður í frjómoldu fæðist, foldin af dvalanum rís. Nú er allt þrungið af næring og krafti, — í nótt er hér paradís. Allt lifandi vakir, en vill ekki trufla værðina, og andar því hljótt. Astin og fegurðin, unaður lífsins, eiga jörð vora' í nótt. Vindblærinn hljóðnar í grænkandi greinum, glitra í blómaugum tár. Unaðskennd vekur í vonandi hjörtum vornóttin fyrsta í ár. — Leitandi hugir um albjarta óttu öðlast hinn dýrlega frið. -------Ástfangin svanahjón suður á heiðum sofna við lækjanna nið. Árni Gunnarsson. SKOLABLAÐIÐ 17

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.