Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 18

Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 18
WOLFGANG EDELSTEIN: SNjÓR Haust! — fagra, hrímsvala, litauðga haust. Þú, sem lyftir í göfugra veldi öllum skáldum, er séð geta fegurð þína, hrifizt af þeim dular- heimi forma og hrynjandi, sem birtist í þjót- anda þínum og lauffoki. — Og allir, sem sjá form dásemdarinnar í gulu blaði og skilja hrynjandi fagurs kvæðis í hafþey um haust, eru skáld. Haust! — Þú dekkir hina ljósu liti sumars- ins og gerir þá sorgþrungna og höfga af vetr- arkvíða, þú ygglir þig framan í gleði lífsins og minnir alla á bróður þinn, vetur, — á bróður þinn, dauða. — Þú, sem syngur grafljóð blóm- unum og þeytir dómslúðra yfir glysi og skrauti sumars og sólar: Allt er fallvalt og á hverf- anda hveli, verið vör um yður, bróðir minn er á leið. — Og þó er dauðinn aðeins eitt form lífsins, ein þáttabreyting, ein tilfærsla bak við tjöldin á leiksviði lífsins. Því allar andstæður eru bundnar órjúfandi lögmálum í eina heild. Þannig er dauðinn afleiðing sinnar eigin and- stæðu, og andstæðan er ekki til án mótvægis. Afleiðing er ekki til án orsakar. Án dauðans væri lífið ekki líf, án dauðans væri það ekki þess vert að lifa því. Einmana fugl flýgur yfir auða og svarta móa. Nóvemberrokið hvín. Hann berst undan storminum. Þykk, blýgrá ský liggja fargþung í fjallaskörðunum og þeyta kuldahraglanda yf- ir byggð og bæi. Fuglinum er kalt. Hann er svo ungur enn og afllítill. Hryggum augum sá hann félaga sína leggja ótrauðum, sterkum vængjum yfir hafið breitt, bjart, skínandi; haf- ið dökkt, úfið, ógnandi — og gat ei flogið. Veslings fugl, það eru svo margir, sem vilja fljúga til fegurri heimkynna, heimkynna gleði og sumars, þar sem rautt vín glóir sem rúbín- steinn í krystalsskál, eða glóir sem blóð, já, glóir sem blóð ... — vilja fljúga þangað, sem gamlar rústir hvísla um forna dýrð, — en geta ei flogið. Og það er ef til vill betra svo. Því að náþef leggur- upp úr rústunum, þegar nær er stigið, náþef af líkum fanganna, sem létu lífið í fanga- klefum margar álnir niðri í jörðunni. Og blóð- roðinn í bikarnum er af þínu eigin blóði.---- Fuglinn berst undan tætingsveðrinu. Hann er svo veikur, svo veikur. Og ekkert nema svartir móar----------. Kalt, — hann er svangur, hann þarfnast hjálpar. Engin hjálp, — ekkert korn. Fugl minn litli! Þér er skapað að deyja. Því að enginn, sem á þúsund brauð, má sjá af mola handa þér, er sveltur á gaddinum. Fugl minn, þú skalt deyja, því að enginn, sem sefur á mjúkum beði, á rúm handa þér í huga sér eða vilja til að hjúkra þér — því að þú ert bara fugl. Hægan, hægan, mjúklega, hljóðlega falla hvítir hnoðrar úr svölu lofti. Og það er ekki lengur hvasst. Því dauðinn er kominn, hinn miskunnsami, góði bróðir allra þeirra, sem eiga bágt, síðasta athvarf þeirra, sem ekkert eiga nema sorg að baki og vonleysi framund- an. Huggunarríkur faðmur, opinn öllum þeim, sem aldrei sáu unað lífsins eða fegurð, opinn þeim, er aldrei gátu hneigt höfuð að ástríkum barmi, þeim, er oft sáu brosandi varir, en þær brostu aldrei við þeim né kysstu, opinn þeim, sem grétu nóg og höfðu yfir nógu að gráta, en aldrei féll tár af hvarmi fyrir, — opinn öllum þeim, sem aðeins fá litið þreyjandi augum eft- ir félögum sínum halda á gleðinnar fund og sumarsins mót. 18 SKOLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.