Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 19

Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 19
SKÓLAFRÉTTIR í þessu blaði átti að birtast yfirlit yfir skóla- lífið í vetur, og ætlaði inspector scolae að skrifa það. Af þessu gat þó ekki orðið og verð- ur að vísa á skólafréttir fyrri blaða. Steingrím- ur Hermannsson samdi þó grein um skáklífið í skólanum og Sigurgeir Guðmundsson yfirlit yfir íþróttalífið: Nokkru síðar fóru fram tveir knattspyrnu- kappleikir milli skólanemenda og nemenda annarra skóla. Sá fyrri, sem var við Verzlun- arskólanemendur, lyktaði með 3:3, og sá síðari, sem var við háskólastúdenta, endaði einnig ó- útkljáður, 0:0. I þeim leik voru ekki nema 10 menn í liði Menntaskólans, og átti það sinn þátt í því, að ekki fór betur. Til þess að fá einhverja yfirsýn yfir getu nemenda í þessari íþrótt, gekkst 6. bekkur fyr- ir kappleik milli neðri bekkjanna og 6. bekkj- ar. Heppilegra væri, að á hverju hausti færi fram leikur milli stærðfræðideildar og mála- deildar með það fyrir augum að raða niður í skólalið. Fyrir jól hófst bekkjakeppnin árlega í hand- knattleik. Lauk henni með því, að 3 bekkir, V. D, VI. B og C, voru jafnir, höfðu allir leikir þeirra á milli verið óútkljáðir. I aukaleikjum sigraði V. D. báða keppinauta sína. VI. C með 10:5 og VI. B með 11:9, og hlaut titilinn Hand- knattleiksmeistarar skólans '46—'47. I liði V. D. voru: Sigmundur Magnússon, Steingrímur Hermannsson, Sigurberg Elentínusson, Bjarni Guðnason og Guðmundur Steinbach. Leikur liðsins er mjög fastur og nálgast að vera hörku- legur, og aldrei er gefinn þumlungur eftir. Skothörku hafa þeir allir til að bera, vörnin er sterk og markvörður góður. Öllum handknattleiksmönnum og -stúlkum skólans til mikilla leiðinda var skólanum mein- Hægan, hægan falla hvítir hnoðrar til jarð- ar. Hvítt náklæði hylur storð og steina. Snjór, þú miskunnsami, er hylur allt hið ljóta og vangerða á þessari jörð, er hylur ná- inn jafnt fríðan og ljótan, jafnt ríkan og fátæk- an. Líknsami dauði, þú eini vinur mannanna, sem eigi fer í manngreinarálit. Hægan fellur hvítur dúnn til jarðar. Hvítur og mjúkur sem fiður andamóður, reytt af brjóstinu handa litlum, ófleygum ungum, svo að þeim verði ekki kalt. — En hvað stoðar ást og hlýja þeim, sem hefur kalið á hjarta, þeim, sem enga fegurð sjá, þeim, sem enga þjáning finna? Samt fellur hvítur dúnninn, hægan, hægan. Lítill fugl, uppgefinn, sezt á gráan stein. Hann er svo veikur, svo veikur..... Hvítur dúnn fellur og fellur. Hann hylur lít- inn fugl eins og í hreiðri. Og nú er steinninn hvítur. Og nú sést enginn fugl. Og enn fellur hvítur dúnn til jarðar og breiðir líknandi, mjúklega, náklæði yfir lít- inn fugl. Næsta vor ganga tveir menn með byssu um móa. Annar þeirra lítur dauðan fugl á steini. Hinn bregður við: Hvað varðar okkur um fuglshræ? Við erum að skjóta þá, sem lifandi eru. En sannlega segi ég yður: Það er dauðasök að leiða ekki hugann að þeim fuglum, sem dóu af því þeir voru veikir og enginn gaf þeim brauð. Einn dag verða fuglarnir svo margir, að þeir ráðast á þann, sem ekki gaf brauð, tæta hann með nefi og klóm, já, jafnvel drepa hann, — sem hefnd fyrir lítinn fugl, sem dó..... Wolfgang Edelstein. SKOLABLAÐIÐ 19

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.