Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.05.1947, Qupperneq 20

Skólablaðið - 01.05.1947, Qupperneq 20
uð þátttaka í handknattleiksmóti Bindindisfé- laga í skólum. Gekkst íþróttafélagið þá fyrir leikjum milli liða Menntaskólans og sigurveg- aranna á mótinu. í stað sigurvegarans í A-liði, Samvinnuskólans, sem ekki sá sér fært að keppa, mætti lið Háskólans. Sigraði það A-lið okkar með 12:11, eftir mjög skemmtilegan og spennandi leik. í B-liðinu sigruðu piltarnir okkar lið Verzlunarskólans með 14:7. C-lið skólans tapaði fyrir Gagnfræðaskóla Reykvík- inga með 7:9. í kvennaleiknum gerðust þau ó- væntu undur, að Menntaskólinn sigraði Flens- borg með yfirburðum, 9:3: I vetur hefur Menntaskólinn ekki tekið þátt í skólaboðsundunum, eins og undanfarna vetur. Hnefaleikar og glíma hafa setið á hakanum. íþróttafélagið hefur starfað nokkuð í vetur. Það er orðinn meðlimur í íþróttabandalagi Reykjavíkur og í. S. í. Formaður þess er Steingrímur Hermannsson. Arshátíð Framtíðarinnar var háð í Breið- firðingabúð fimmtudaginn 6. marz. Einar M. Jóhannsson setti hátíðina, en síðan var dansað. Kynningarkvöld var 29. marz, sama dag og Heklugosið hófst. Flestir höfðu farið austur, en að lokum varð þó fundarfært og tókst kvöldið vel. Aðaldansleikur skólans hófst svo í Sjálf- stæðishúsinu við Austurvöll fimmtudaginn 10. apríl kl. rúmlega 9. Inspector scolae flutti setningarræðu, og Daði Hjörvar las upp minn- ingar gamals nemanda. Sigurður Þórarinsson las upp úr óskaseðlum kennara og nemenda. Var honum fagnað ógurlega, enda var ræða hans svo góð, að hún taldist tæk í Skólablaðið. Guðmundur Jónsson lék á slaghörpu lög eftir Chopin og Jón Gunnar Asgeirsson. Var þetta í fyrsta skipti, sem tónverk eftir Jón var leik- ið opinberlega. Tvöfaldur kvartett úr 6. bekk söng nokkur lög. Dansað var til klukkan 3 f.h. Lokadansæfing var 26. apríl. Aðalfundur Fjölnis var haldinn 25. apríl. Til stjórnarkosningar komu fram 2 listar. A-list- inn hlaut 19 atkvæði og 2 menn kjörna, Lúð- vík Gizurarson og Magnús Þórðarson. Þessi listi var borinn fram af 1. bekkingum. Listi 2. bekkjar — B-listinn — hlaut 35 atkvæði og 4 menn kosna: Björn Sigurbjörnsson, Aðalstein Guðjohnsen, Jón Helgason og Snorra Ólafsson. Skákkeppnir hafa verið háðar innan félags- ins. Björn Jóhannesson 2. bekk varð skák- meistari, en Högni Sigurjónsson 3. D. hrað- skákmeistari. Einnig var efnt til verðlaunasam- keppni um beztu smásögu og ljóð. Árni Gunn- arsson 3. B. hreppti ljóðaverðlaunin, en Hall- berg Hallmundsson 3. B. og Hallfreður Örn Eiríksson 1. bekk söguverðlaunin. —• Fjölnis- fundir hafa verið 16 í vetur, þar af 12 venjuleg- ir málfundir. Fundir hafa verið 5 í Framtíðinni, þar af 2 sameiginlegir með öðrum félögum. Lítið hefur borið á Tónlistarklúbbnum, og jazzklúbburinn er dauður. Selsferðir lágu niðri framan af vetri, en hófust aftur 25. janúar. Hafa nú allir bekkir farið austur og sumir tvisvar. Námsferðir eru hafnar, 2. bekkur fór suður á nes 19. apríl, og jarðfræðiferðir hafa verið farnar eða standa fyrir dyrum, þegar þetta er skrifað. Flestir eða allir bekkir fóru að horfa á Heklu, daginn, sem hún byrjaði að gjósa. íþaka hefur verið opin einu sinni í viku, en lítið notuð. Skólabókasafnið var enn lokað. Dávaldurinn Waldosa dáleiddi nokkra nem- endur á vegum 6. bekkjarráðsins. Jafnframt flutti dr. Broddi Jóhannesson erindi um dá- leiðslu. Einnig flutti sr. Jakob Jónsson erindi skömmu fyrir páska, og nefndi hann það: Hvers vegna var Kristur krossfestur? Skóla- leikurinn Laukur ættarinnar var sýndur 00 sinnum. Á skólafundi 18. febrúar var samþykkt til- laga um stofnun nefndar til að endurskoða reglur um kosningafyrirkomulag skólafélags- ins og lög þess í heild. í nefnd þessa voru kos- in: Bjarni Bragi Jónsson 6. C, sem nefndin kaus síðan formann sinn, Ólafur Haukur Ólafs- son 4. C, Ragnhildur Helgadóttir 4. A, Þór Vilhjálmsson 4. C. og Örn Clausen 5. B. Síðan nefndin tók til starfa hefur flest tafið störf hennar. Hefur hún enn ekki getað skilað til- llögum sínum, en þær mega þó heita fullbún- ar nú. Mestu breytingar á fyrri reglum eru nýr, stór bálkur um kosningafyrikomulagið. 20 SKOLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.