Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 Eftir Silju Björk Huldudóttir silja@mbl.is HARÐAR deilur urðu á Alþingi í gærmorgun um fundarstjórn for- seta. Stjórnarandstæðan var ósátt við að tillaga hennar, þess efnis að annarri umræðu vegna Icesave- frumvarpsins yrði frestað og í stað- inn rædd skattafrumvörp rík- isstjórnarinnar sem og frumvarp til fjáraukalaga þannig að hægt væri að koma þeim til efnahags- og skattanefnda til umfjöllunar, hafi verið felld í atkvæðagreiðslu í þinginu að kvöldi fimmtudags. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði hug- mynd minnihlutans um dagskrá þingsins byggjast á skynsamlegu verklagi. „En stjórnarmeirihlutinn virðist hér rekinn áfram af þrjósku en ekki skynsamlegu skipulagi,“ sagði Birgir og ítrekaði að tilboð minnihlutans stæði opið enn um sinn. Á móti sökuðu stjórnarliðar stjórnarandstöðuna um að beita málþófi í umræðunni um Icesave og halda þinginu í gíslingu. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist alltaf hafa varið rétt stjórn- arandstöðunnar til þess að tala að vild. Nú væri hins vegar ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn, sem leitt hefði Framsóknarflokkinn inn í mál- þóf í Icesave-málinu væri „orðinn hræddur um sína stöðu vegna þess að hann skynjaði það að hann hefði engan stuðning úti í samfélaginu fyrir því að halda brýnustu fjárlaga- málum ríkisstjórnarinnar í gíslingu og tala sig hása um Icesave.“ Þessu mótmæltu þingmenn minnihlutans. „Ég mótmæli því harðlega að tal- að sé um að Sjálfstæðisflokkurinn leiði Framsókn eitt eða neitt núorð- ið,“ sagði Eygló Harðardóttir, þing- maður Framsóknarflokks, og upp- skar mikil hlátrasköll. Einar Kr. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, sagði það misskilning að menn væru að taka málið í gíslinu. „Það er alveg rétt að Icesave-málið er mjög stórt mál, en hins vegar hefur það þá sérstöðu […] að af- greiðsla þess er ekki brýn.“ Brigsl um landráð og svik Samhliða umræðunni um dagskrá þingsins fór fram mikil umræða um orðvendni þingmanna og frammí- köll. „Ég tel fulla ástæðu til þess að kanna ummælin á sumarþingi. Hér hafa fallið orð eins og „land- ráðamaður“ og „svik við þjóðina“. Orð sem er full ástæða fyrir forsæt- isnefnd að fara yfir og taka á,“ sagði Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og tók þar með undir með forsætisráðherra sem tjáð hafði þessa skoðun sína fyrr um daginn. Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði þingmenn þurfa að passa sig á því að vera ekki stóryrtir í ræðustól. „Við þurfum öll að líta í eigin barm. Ef við ætlum að halda svona áfram verður þetta ennþá meiri vitleysa heldur en þetta er.“ Þessu var Ragnheiður Rík- harðsdóttir, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, sammála og sagði að gæta þyrfti að virðingu Alþingis. „Ég vil beina þeim fyrirmælum til hæstvirts forseta og forsæt- isnefndar að það sé rætt og þess sé gætt að jafnt þingmenn sem og háttvirtir ráðherrar, stundum er vart hægt að nota það orð, gæti sín í þingsal jafnt í orðræðu sem í frammíköllum,“ sagði Ragnheiður og tók fram að framkoma þing- manna síðustu daga væri þeim ekki til sóma. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sakaði for- seta þingsins um hlutdrægni þegar kæmi að frammíköllum. „Því hún gerir ekki mikið athugasemd þegar hennar eigin flokksmenn kalla hér fram í,“ sagði Birkir. Einar Kr. sagðist raunar ekki gera neinar at- hugasemdir við frammíköll ráð- herra. „Þetta er hér um bil þeirra eina framlag til þessarar umræðu,“ sagði Einar og tók fram að einna verst væri að frammíköllin rötuðu ekki inn í þingsköpin. Stjórnarandstaðan sökuð um gíslingu með málþófi Morgunblaðið/Heiddi Langir dagar Þingmenn búa sig undir áframhaldandi kvöld- og næturfundi um Icesave. Þeirra á meðal eru Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Bjarni Benediktsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúar minnihlutans ósáttir við að umræðunni um Icesave sé ekki frestað Orðrétt frá Alþingi ’ Málþófið sem minnihluti þing-heims beitir hér er bara hreinog klár kúgun. Það er skrumskælingá þingræðinu og lýðræðislegri um-ræðu þegar þinginu er haldið í gísl- ingu málþófs dögum saman. ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR ’ Ég hef ekki áður séð annaðeins vinnulag í þinginu. Öll málríkisstjórnarinnar eru komin svoseint fram að það má heita afrek efvið klárum þau fyrir jól svo að vel sé að verki staðið. BIRKIR JÓN JÓNSSON ’ Já, lýðræðisást hæstvirts utan-ríkisráðherra er þvílík.RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR ’ Af hverju þarf alltaf að reynaað sigla öllu í strand þegarhægt er að leysa málin?EINAR KR. GUÐFINNSSON ’ Það er að verða regla fremuren undantekning hjá hæstvirt-um utanríkisráðherra og hæstvirtumfjármálaráðherra að vera með skæt-ing héðan úr ræðustól Alþingis og það er kannski þess vegna sem virð- ing þingsins er með þeim hætti sem raun ber vitni. BIRKIR JÓN JÓNSSON ’ Mér þykir það mikil óvirðingvið aðra stjórnmálaflokka aðláta að því liggja að þeir hafi ekkisjálfstæða skoðun og sjálfstæðastefnu. RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR ’ Ég óttast að það komist enginnagi og enginn háttvísi í okkarræður hér fyrr en tekið verður á þvíhvernig fólk hagar máli sínu. ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR ’ Það er í okkar höndum aðávinna aftur virðingu Alþingisog hætta þessum skrípaleikjum semmargir hverjir hafa verið hér með,bæði stjórn og stjórnarandstæð- ingar. ÁSBJÖRN ÓTTARSSON ’Nú fara stjórnarliðar úr þingsal.Þeir hafa ekki áhuga á því að takaþátt í þessari umræðu [um Icesave]né hlusta á sjónarmið annarra en sjálfra sín. TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON FORSETI Ind- lands, Pratibha Patil, og ind- versk stjórnvöld hafa boðið Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta Ís- lands, í opinbera heimsókn til Ind- lands 14.-18. jan- úar og taka um leið við Nehru- verðlaununum sem ákveðið var að sæma hann á liðnu ári. „Verðlaunin eru ein helsta viður- kenning sem Indland veitir og fær Ólafur Ragnar Grímsson þau fyrir framlag á alþjóðlegum vettvangi og þátttöku sína í baráttu fyrir friði og afvopnun þegar hann átti ásamt öðrum frumkvæði að sam- starfi sex þjóðarleiðtoga, m.a. Rajiv Gandhi og Olof Palme,“ segir í til- kynningu frá forsetaembættinu. Sendinefnd fylgir forsetanum en í henni eru Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra auk embættis- manna úr utanríkisráðuneyti og frá forsetaskrifstofu. Einnig verða fulltrúar háskóla- og vísinda- samfélags, viðskipta og menningar. Forseti Íslands og utanríkis- ráðherra munu m.a. eiga fundi með forseta Indlands, Pratibha Patil, forsætisráðherranum, Manmohan Singh, og öðrum ráðamönnum Ind- lands. Forsetinn tekur við Nehru-verðlaunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.