Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 10
- 38 - ÉG JÁTA, frh. af bls. 36. mér í hausnum og stama þá sjaldan, ég yrði á ókunnuga. (Mun þetta líkl. standa í samb. við drykkjuskap föður míns. ) Ég kem á alla dansleiki, sem haldnir eru í skólanum. Geng ég um með hend- ur í vösum og horfi á dansendur. Með stuttu millibili athuga ég, hvort háls- knýtið sé nokkuð úr lagi fært. Um kl. 23 er ég vanur að ganga einn heim á leið. Náttura mín til kvenna er ekki vöknuð enn. Tómstundir mínar eru fáar en gernýttar. Ver ég þeim mikið til lesturs bóka og einnig til skáldskapar. Hið nýja félags- heimili hefur orðið mér mikil stoð. Er mjög þægilegt að geta setið þar yfir tebolla ( kaffi drekk ég ekki ) og fengist við bókmenntastörf. Ég tulka mig gjarna í ljóðum, sem laus eru ur fjötrum ríms og stuðla. Hef ég náð býsna góðum árangri í þeirri grein. Má nefna Ijóð eins og "Horft á konu í gegnum tær sér" og "Harmaóður öskutunnunnar". Nu vinn ég að miklum kvæðabálki um ástina dauðlegu. Stef eða viðlag í þeim mikla bálki er : "Hjarta mitt hamast við að sprengja stífluna, eins og drullusokkur í þvag skál". (Hugmynaina fékk ég, er ég sá husvörð- inn um daginn rembast við að ná stíflu úr þvagskálum á salerni pilta. Notaði hann til þess verkfæri, sem nefnist drullu- sokkur.) Er í því Ijóði farið inn á nýjar brautir og djarflega haldið á málum. Kæru skólasystur og bræður. Nu stend ég nakinn frammi fyrir ykkur. Ég hef tætt af mér hverja spjör. Engu hef- ur verið hlíft. Ykkur hefur verið sýnt inn í leyndustu hugarfylgsni mín. Ég hef ját- að flest það, sem mér hefur dottið í hug að játa. Fyrir framan ykkur stendur Ársæll Marelsson berrassaður í nepjunni. Ég hef reynt af einlægni að sýna, hver ég er og hvað í mér býr. Það er hjartans ósk mín, að þessi skrif mín verði til þess, að meira samband takist með mér og hinum nemendunum, en verið hefur, þó eigi væri nema andlegt. Guð blessi ykkur öll. KONUSVAR TIL SIGURÐAR H. STEFÁNSSONAR Guð blessi Sigurð, veiti honum góða konu og langa lífdaga. í síðasta skólablaði veittist ofan- greindur Sigurður harðlega að gröfnum og öldnum kynbræðrum sínum fyrir að hafa leyft kvenmanni að tylla botni sínum á skólabekk í menntaskóla. Flest, sem þar væri að heyra og sjá, færi fyrir ofan garð og neðan hjá blessuðum meyjunum, hefði jafnvel siðspillandi áhrif á hugi þeirra. Sigurður nefndi tvennt til stuðnings máli sínu gegn setu kvenna í menntaskól- um. 1) StuLkur halda sjaldnast áfram námi að loknu studentsprófi. 2) Menntun og menning menntaskólanna kemur stulk- um ekki að sömu notum og piltum. Menntaskólar veita undirbuningsmennt- un undir háskólanám, sem felst á engan hátt í sérhæfingu, þ.e.a. s. þeir veita nemendum almenna fræðslu. Hvers vegna mega stólkur ekki víkka sjóndeildarhring sinn, lesa og hugsa um lífið líkt og piltar? Hverju eru þær að sóa þessi þrju ár , sem þær sitja í lær- dómsdeild menntaskólanna ? - Soa pening- um ríkisins; fylla bekki karlmanna; þær hefðu getað fjölgað mannkyninu, eða setið á skrifstofu og greitt skólagöngu tilvon- andi eiginmanna sinna. Stúlkur sóa sannarlega engu eða spilla, heldur ávaxta þær pund sitt engu síður en piltar. Það litla, sem þær læra í menntaskóla hjálpar þeim til að öðlast dýpri skilning á lífinu og gera þær þá um leið hæfari til að skapa sér, börnum sínum og eiginmönnum ham- ingjuríkara líf. Og er það ekki einmitt markið, sem mannkynið stefnir að ? Mér þætti gaman að vita, hvaða not piltar hafa af menntaskólaverunni, sem stúlkur fara á mis við. Yrði ég þakklát Sigurði, ef hann gæti bætt það gat fá- vizku minnar. f lok greinarinnar biður Sigurður fyrirgefningar á skrifi sínu, sem aðeins sé af góðvilja sprottið. Telur hann kvenfólk skorta ýmsa kosti karlmanna - andlegur sköpunargalli - og úr því fái enginn bætt. Þar held ég Sigur ður hafi misreiknað sig. Við nánari athug- un kæmist hann að því, að kvenfólk er ekki gjörsneytt neinum kostum ( hæfi- Frh. á bls. 4 4.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.