Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 14
TOLLERINGAR hafa farið fram nu fyrir alllöngu. Varð framkvæmd þeirra öll með öðrum hætti en venja er til, og er ástæða til að taka fram, Um upp- að breytingar þessar voru hafning flestar til hins verra. ^usa* Það er helzt, að aðalátök foru nu fram á tröppum skolahús sins, og var það að undirlagi hinna þriggja leikfimikennara, sem sett- ir höfðu verið til höfuðs þessarri alda- gömlu tradition. Mun oþarft að taka fram, að vart getur öllu óheppilegri stað til þessa brúks, jafnvel þott leitað væri út fyrir skólalóðina. Mun það ekki að þakka téðum kennurum, að ekki hlauzt slys af. Segja má að vísu, að ómenning se, að nota ganga skólahússins til slags- mála. Engu að síður er þessi nýskipan sízt til bóta. Fjöldi busa fekk og með þessu moti leitað útgöngu um bakdyr með þeim afleiðingum, að þeir fóru á mis við hina sjálfsögðu athöfn, sem veitir þeim þegnrétt í hópi Menntlinga. Það er ann- að, að reynt var á allan hátt að hindra þau græzkulausu átök, sem að jafnaði eiga sér stað undir þessum kringumstæð- um. Mun þó einsdæmi, að meiðsl hljót- ist af, og stafar mönnum sennilega jafn- mikil hætta af leikfimiæfingum og hand- knattleik og tuski þessu. Er hér ef til vill að leita orsakanna til þess, að hóp- ur manna hugðist ómaklega skeyta skapi sínu á valinkunnum 4.-bekkingi. Hafði hann þó óumdeilanlega verið tolleraður árið áður. Að lokum þetta : Sa grundvallar misskilningur virðist ríkjandi bæði meðal busa og kennara, að oss efribekkingum sé greiði ger með tolleringunni. Kemur þar fram annaðhvort vísvitandi rangtúlk- un eða fáfræði um tilgang og eðli þess- arar fornu venju. Er því rétt að taka fram , að þá og því aðeins teljast busar hlutgengir meðal skólabræðra sinna, að þeir hafi verið tolleraðir. Ættu þeir því í rauninni að þakka oss það ómak, sem vér gerum oss þeirra vegna. NU hefur Félagsheimilið verið opnað, eins og öllum mun kunnugt, og er ekki ætlun mín að fara ýtarlega út í þá sálma. Hins vegar hefur Um komið í Ijós, að húsið er í íþöku. rauninni í minnsta lagi. Við opnun þess varð að takmarka aðgang mjög og sennilegt, að grípa verði til sama úrræðis í hvert skipti, sem meiriháttar samkomur eiga sér stað. Er t. d. ekki Ijóst, hvernig málfundum verði hagað, svo að vel fari. Það hlýt- ur að teljast neyðarúrræði að útvarpa ræðum upp í baðstofuna, eins og rætt hefur verið um, og rúm mjög takmarkað niðri, séu borðin ekki fjarlægð. Flest- um mun og þykja lítill akkur í að hlýða á ræður, misjafnar að efni og gæðum, er þeir sjá ekki einu sinni ræðumann sjálfan. Þá er bókasafninu svo þröngur stakkur sniðinn, að til stórvandræða horfir. - Annars er nemendum mikill fengur að Félagsheimilinu, og er ástæða til að þakka þeim af heilum hug, sem lagt hafa hönd á plóginn af eindrægni 0| óeigingirni. Meðal þeirra ber hæst þa nemendur, sem útskrifuðust vorið 1958, enda mun ætlunin að heimila þeim aðgang að einhverju leyti. Ennfremur er skylt að geta núverandi menntamálaráð- herra, Gylfa Þ. Gíslasonar, sem mun hafa átt hugmyndina að Félagsheimilinu og hefur reynzt Menntlingum haukur í horni við framkvæmdir allar. Er þess að vænta, að fþaka megi verða hinn mesti menningarandi og lyftistöng félagslífi skólans. YFIRLEITT þurfum vér Menntlingar í fáu að draga dám af kollegum vorum í Verzlunarskólanum, enda mun sjaldan farið 1 smiðju til Verzl- Verzlingar inga, þegar vandi er oss á og kynning höndum. Nokkra ull má þó nýsveina. með lagi hafa úr því geit- arhúsi. Má í því sambandi nefna hið áeæta skipulag þeirra á kynn- Frh. á bls. 52.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.