Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 16

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 16
ÞAÐ er morgunn. Ég stend undir skipsskrokknum og dangla með hamrin- um í ryðblettina„ Það finnst víst öllum afsakanlegt að vera ofurlítið latur í morgun. Maðurinn við hliðina á mér geispar og tyllir sér á tréklump. "Skratti er 'ann kaldur". Hann svarar ekki. Hann er víst líka sammála. ját það er napurt í morgun, og morgun- gráminn leggst á sálina. Hverjum datt eiginlega fyrst í hug að draga menn kl. 7 á morgnana fram ur ylvolgum rúm- um út í morgungjostinn ? Og til þess eins að standa geispandi og gapandi af leti og syfju. En kuldinn hefur önnur áhrif á mann- inn við hlið mér. Hann situr lengi ann- ars hugar á kubbnum, en rís svo upp og eldur brennur úr augum hans : "Hvaða andsk. . . meining er, að þú og þínir líkar standið hérna meðal okkar vinnandi manna og gerið ykkur merki- lega. Þið, sem aldrei hafið þurft neitt fyrir lífinu að hafa og. . . " Hann ætlar að segja eitthvað meira, en skyndilega dregur úr honum allan mátt og hann lyppast niður á kubbinn. "Karlskömmin, " hugsa ég, "þé að hann liggi hér í leti allan daginn, bölsétast hann í sífellu yfir aðgerðaleysi og ómennsku unga folksins. Hann hefur sjálfsagt verið miklu verri sjálfur hér í KONUSVAR, frh. af bls. 38, leikum ) karlmanna. Hins varar hafa karlmenn ýmsa eigin- leika í ríkara mæli en kvenfolk. Þeir eru eigingjarnari, framhleypnari, líta stærri augum á sjálfa sig, þ. e. lifa í sjálfsblekk- ingu á hærra stigi. Með líkamlegum yfir- burðum, mælsku og trúnni á gáfur og getu sjálfs sín, hafa þeir megnað að halda kon- unni undirokaðri, allt fram á öld tækninn- ar. Þá tok sambandið skyndilegum breyt- gamla daga’J En nú heldur maðurinn við hliðina á mér áfram : "Hvaða líf er þetta fyrir mann eins og mig? Við fæðumst, berjum ryð og drep- umst. Megum víst þakka guði fyrir að eiga fyrir kistu utan um okkar eigin skrokk". Hann fnæsir og ber sér ákaft. . "Heyrðu, hvar er annars hamarinn minn? " Það er komið kvöld. Rosabaugar kringum götuljosin, og smágerður úði þrengir sér inn í hvert skot. Beggja vegna götunnar eru uppljomaðar búðir. Folkið flýtir sér, því að lokunartími er í nánd. Ég rangla um göturnar stefnu- laust. Hjörtur kaupmaður er að telja groðann frá deginum: . . . "Sjö, átta, níu- hundruð. . . " Og Hjörtur kaupmaður brosir ánægjulega í kampinn. "Þetta er lífið, vinur. Vinna, vinna. Það er mitt kjörorð. Þess fallegu pappírsplögg, sem nú streyma til mín, hafa í sér folgna sjálfa lífshamingjuna. Líttu á mig, vinur, og þú skilur mig." Og Hjörtur kaupmaður brosir aftur og strýkur ýstruna. En í gráa bakhúsinu situr litla stúlk- an við gluggann. "Hvenær kemur pabbi heim?" Og þreytulega konan með dökku baugana undir augunum hristir höfuðið og strýkur hárið frá enni dóttur sinnar. G. ingum. Svigrúm konunnar stækkaði til munaj en hún þarf tíma til að átta sig, samlagast hinu nýja umhverfi. Þá þarf enginn að efast um, að konan stendur á sínum stað jafnfætis karlmanninum, mannkyninu til heilla. November, 1958. Elín Ölafsdóttir LAUSN Á SKÁKDÆMI: 1. Hh3f M gxh3. 2. Kf3 g4-j* 3. Kf4 g3. 4. Iixg3 mát.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.