Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 17

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 17
KALDAN septembermorgun hof leigu- flugvel Loftleiða sig til flugs af Rvk-flug- velli á leið til Glasgow og Lundúna. Meðal farþega voru fjorir valinkunnir fs- lendingar og Menntaskólanemar auk fá- einna dusina af Ameríkumönnum, and- lausu selskapi. Þoldu auðvaldskerlingarn- ar ferðina illas en sóttu fast aftur í skut vélarinnar; komu þaðan aftur þrútnar í andliti og rauðbláar. Var sú sýn eina gleði og unaður fslendinga í þeirri flug- ferð. f Glasgow var stanzað í hálftíma og mönnum borið te. Kurr var í frammi- stöðumönnum, og ræddu þeir af gremju mikilli spell þau, er fslendingar, staddir á tónlistarhátíð í Edinborg, höfðu unnið á meyjum og mannvirkjum til að gagna réttum rnálstað í landhelgisdeilunni. Þotti o£. ■: löndunum vel hafa tekizt. f Lundúnum settumst vér að á Daw- sons hóteli í Kensingtonhverfi. Var þar menningarblær á öllum innanstokki: postulínshundar á hillum, speglar á veggj- um og sjálfsali á gasleiðslu. Þarna réði húsum ágæt kona, þrifnaðarmanneskja. Varð henni mikið ums er hún heyrði nöfn vor íslenzk : Þorðurs Sverrir, Sigurður; þótti þau víst löng og óþjál. Ákallaði hún heilaga menn hástöfums en bað guð að bjarga kónginum. Þotti Sverri hljóð kon- unnar minna einna helzt á frímerkjasöfn- un (hann vann meðal pósthúsintelligensa í sumar). - jónas sigraði hins vegar hjarta konunnar á augabragði með hljóm- þýðu nafni sínu og ljúfmannlegri fram- komu, og taldi konan hann leiðtoga vorn í flestum greinum. f Lundúnum sáum vér flest þaðs sem ferðamenn sjás þegar þeir koma þar í borgs og eftir að hafa gengið og hlaupið nokkra sólarhringa matarlitlir um heimsborgina„ héldum vér uppgefnir áfram ferð vorri um fjarlæg lönd. Farið var með lest til Folkstone yfir Ermasund til Calais með ferju og þaðan með lest til Lille og Brússel. Gerðist ekkert markvert í þeirri ferð; jónas gekk í broddi fylkingar, og talaði frönsku við hvern sem heyra vildi. Þótti mér það ófróðum undarlegast, hve mikill undrunar og skilningsleysis svipur virtist á öllum Fransmönnum þeims er jónas ræddi við (e.t.v. eitthvað í samb. við frönsku jónasar ). f Brússel rigndi ákaflega. Áleit Sverrir, að þá rigningu mundi aldrei stytta upps en bjartsýnismaðurinn óbilandi, Jon- as, var á öndverðum meíði. Næsta dag var komið gott veður. - f Brússel leigð- um við hjá sífullum öndvegiskvenmanni. Hafði hún son sinn til aðstoðar við heim- ilisstörf en hundtík til samræðna við gesti. Var hundur sá jafngrimmur og strákur var meinlauss að öðru leyti voru þeir líkir. 75 snarbrött þrep voru upp í herbergiskompurnar; hjartsláttur og suða fyrir eyrum, er upp var komið. Þarna dvöldumst við í 10 daga. Strákur flutti oss á hverjum morgni hinn umsamda "morgunverð" : franskbrauðsbollur, smjörklípu og sultutaus og skyldi skolað niður með tei eða kaffi. Var hvort tveggja hið versta hlands en snúðarnir höfnuðu flestir á höfðum gesta og gangandi, sem um götuna fóru. Heimssýningin í Brússel, Expo '58, var haldin í stórum garði, u.þ.b. hálf- tíma akstur með sporvagni frá heimili voru. Þangað fórum við flesta daga f.h., og vorum oftast allan daginn til kl. 6 og stundum lengur. Sýning þessi var í heild frábærlega fögur og vel skipulögð. Blómaskreytingar og gosbrunnar voru hvarvetna auk hinna gömlu trjáa, sem áður höfðu verið í garðinum. Féllu skreytingar allar vel við hinar mjög svo nýtízkulegu byggingar. Á kvöldin var allt baðað ljósums gosbrunnarnir léku í öllum regnbogans litum og byggingar voru flóðlýstar. "Atómfum"s tákn sýningarinn- ar, stóð í miðjum garðinum,og mættust þar fjórar aðalgötur. Var byggingin mun stærri en af Ijósmyndum mætti ráða, en heldur klunnaleg. Þar var stöðugur straumur fólks, en jónas var hinn eini okkars sem skoðaði viðundrið innan frá. Ætlunin ers að "Atomíum" standi 10 ár, en verði þá fjarlægt. Sýningar svæðinu var skipt í fjóra höf- uðhluta: sýningu Belgíu og Belgiska Congo, sýningar ýmissa fyrirtækja, al- þjóðasýningar og sýningar erlendra ríkja.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.