Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 26

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 26
- 54 - 3LU L& stud; vn .ycbso'n »wa aí>. rzsr? Fyrirmyndin var Ao prof við Haskóla ís- lands voru með lögum tekin upp árið 1942. Þa þegar voru allmarg- ir sendikennarar hér við háskólann í ýmsum málum og þótti rett að gefa þeim, sem sóttu tíma þeirra, kost á að taka einhver próf. sótt til Svíþjóðar, en þar höfðu um skeið viðgengist með góð- um árangri svokallað fil. kand próf, sem er eins og B. A. prófið hér fólgið í 2-3 valfrjálsum greinum. Nafnið sjálft B. A. ( Ba cchalaureus Artium ) er þó tekið að láni frá ensku- mælandi löndum. t Ameríku telst það m.a. lokapróf frá college, en því prófi veitist íslenzkum studentum auðvelt að Ijuka á tveim árum og má því ætla, að hið íslenzka B. A. próf sé eitthvað þyngra en hið ameríska. B.A. próf er, eins og áður er sagt, samsett úr tveim, þrem eða ennþá fleiri greinum. Hverri grein er skipt í þrennt, 1. , 2. og 3. stig. í 1. og 2. stigi er gert ráð fyrir, að nemandinn afli sér almennrar þekkingar i viðkomandi grein. 1. og 2. stig eru oft svo rækilega samanhnýtt, að nauðsynlegt er hverjum þeim, sem 1. stigi lýkur, að hefja sem fyrst á eftir nám í 2. stigi. Má til dæmis nefna, að 1. stig mannkyns sögunnar felur í sér forn- og miðaldasöguna, en 2. stig er hins vegar nýja öldin. Auðsætt er hér, að 2. stig er svo fastbundið 1. stigi að trauðla verða þau sundur skilin. 3. stig felst yfirleitt í sérhæfingu og sjálfstæðri vinnu nemandans. 1 allmörg- um greinum er aðaláherzlan lögð á rit- gerð í kjörsviði og er hún svo þýðingar- mikill liður í náminu, að einkunn sú, sem gefin er fyrir hana, gildir helming móti skriflegu og munnlegu prófi. Yfirferð námsefnis hvers stigs tekur tvö misseri eða einn vetur, en þar fyrir er mönnum ekki meinað að ganga undir próf eftir eitt misseri. Tímar eru það fá- i í 0 ir en heimalestur því meiri, svo góður kúristi þarf ekki endilega að binda sig við kennsluhraðann. Sjálft B. A. prófið má greina í tvennt eftir því, hvort menn hafa öðlazt kennara- réttindi samfara námi sínu, eða þeir láta sér nægja prófið án kennsluréttinda. B. A. próf án kennsluréttinda er sam- ansett úr þrem greinum minnst: Aðal- grein og skulu öll stigin tekin í henni, aukagrein og nægja þar 1. og 2. stig. Loks má skreyta prófskírteinið með heim- spekiprófinu. B. A. próf án kennslurétt- inda gæti því litið þannig út : Enska 3 stig Þýzka 2 stig Heimspeki 1 stig : alls 6 stig, en það er lágmarkið til B. A. prófs af þessari gerð. B. A. próf með kennsluréttindum er í meginatriðum líkt hinu. ÞÓ eru 7 stig tal- in lágmark, þ. e. í stað hins eina stigs í heimspeki er nú krafizt 2 stiga í uppeldis- fræðum. Próf í uppeldisfræðum er hið frá- brigðilega við B. A.próf með kennslurétt- indum. Er ætlunin með því prófi, að þjálfa kennaraefni í hinni væntanlegu kennslu, sem bíður þeirra, enda er það skýrt tekið fram í lögum um menntun gagnfræðaskólakennara, að þá fyrst geti þeir vænzt fastrar kennarastöðu, er þeir hafa aflað sér uppeldisfræðiprófs. Uppeldisfræðin skiptist þó aðeins 1 1. og 2. stig, en 3. stig fyrirfinnst ekkert. Almennt munu menn taka bæði stigin sam- an á tveim misserum og fer bezt á því, að það sé gert fyrsta veturinn. Kennarar eru tveir, þeir prófessorarnir Símon Jóh. Ágústsson og Matthías jónasson. Mjög óglögg skil eru á milli pensíums 1. og 2. stigs, enda hið bóklega próf upp- eldisfr. tekið í einu fyrir bæði stigin, sem fyrr getur. En þessar eru hinar helztu greinar uppeldisfræða : 1. Nútíma uppeldisfræði, þar sem lesin er bókin Nýjar menntabrautir eftir Matthías jónasson, og kver á ensku, sem heitir Education eftir Sir Percy Nunn. 2. Saga uppeldisfræðinnar. Þar er lesin bókin Padagogikens historia eftir J.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.