Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 27

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 27
- 55 - Landquist, annars er námsefni þeirrar greinar breytilegt frá ári til árs. 3. Barnasálfræði (kennslubók er Börne- psychology eftir S. A. Tordrup ) og Unglingasálfræði (sem kennd er eftir bókinni Psychology of the Adolescent eftir Halingworth nokkurn ). Einnig er notast við bókina Athöfn og Uppeldi eft- ir Matthías Jonasson, auk þess sem Hagnýt sálfræði Símons jóh. Ágústsson- ar er lesin af nemendum utan tíma. í 4. lagi er farið í fyrirlestrum yfir þróun íslenzkra fræðslumála frá aldamótum annað misseriðp en hitt misserið er kennslufræði og kennslutækni kennd á sama hátt. Mikill hluti 2. stigs er verklegt nám í gervi svokallaðra kennsluæfinga. Gert er ráð fyrir því í reglugerð, að þeir nemend- ur, sem ifppeldisfræði taka til B. A. prófs, kenni allt að því 40 tíma í aðalgrein sinni, en um 20 í aukagreininni. Ganga þeir í gagnfræðaskólana og ýmist hlýða á kennslu eða kenna sjálfir undir handleiðslu kennar- anna. Ekki mun vera hægt að láta kennslu, sem nemandinn fremur upp á eigin spýtur, gilda sem kennsluæfingu, m. ö. o. nemandi, sem um leið hefur að aukastarfi að kenna í barna- eða gagnfræðaskóla, getur ekki vænzt þess, að þær kennslustundir verði dregnar frá kennsluæfingunum. Ennfrem- ur skal á það bent, að þá fyrst, er nem- andi hefur tekið fyrsta stigið í þeim grein- um, sem hann ætlar að kennsluæfa, getur hann byrjað á kennsluæfingunum. Þýðir þetta það, að kennsluæfingar eru ekki tekn- ar fyrr en á öðru námsári, nema því meiri dugnaður nemandans komi til. Próf er svo tekið að loknum kennsluæfingum, svonefnt kennslupróf; er það í tvennu lagi, sín eink- unnin gefin fyrir hvort stig. Þær einkunnir eru síðan felldar inn í einkunn 2. stigs upp- eldisfræða og þá fyrst er próf í uppeldis- fræðum fullkomnað. - B. A. próf með kennslurettindum gæti því litið þannig út : Saga 3 stig Landafræði 2 stig Uppeldisfr. 2 stig Alls 7 stig Vík ég svo að hinum eiginlegu B. A. gr einum. B. A. próf í ensku er tekið í þrem stig- um og tekur yfirferð námsefnis undir hvert stig tvö kennslumisseri. ífyrsta stigi er einkum lögð áherzla á nútímamál og bókmenntir. Skulu nem- endur öðlast staðgóða. undirstöðu í enskri nútímahljóðfræði og málfræði talaðs máls. Skriflegar æfingar eru í stílagerð og hljóð- ritun. Námsskrá segir, að farið skuli yfir 800-1000 blaðsíður lestrarefnis auk bók- menntasögu, og skal um þriðjungur eða ca. 300 bls. lesinn vandlega. Til annars stigs er krafizt aukinnar kunnáttu í málfræði og frekari leikni í meðferð talaðs og ritaðs máls, frá því er var í 1. stigi. Auk þess málsaga í ágripi og eitthvað af gagnrýni. Pensum er svip- að að blaðsíðutali og undir 1. stig. Þriðja stig er eins og fyrr er tekið fram ekki skylda að taka með hinum frekar en 3. stig annarra greina. Það er í beinu áframhaldi af 2. stigi m. r. útvíkkun á ’ þeirri kunnáttu, sem 1. og 2. stig veitir og að mestu byggt á aukinni þekkingu í framangreindum greinum. Þó er þar les- ið dálítið í miðaldaensku til viðbótar. Um B. A. próf í stærðfræði og eðlis- fræði hafa gilt sérstakar reglur, þannig, að til inntöku er krafizt 1. einkunnar í þeim greinum á stúdentsprófi ( auðvitað úr stærðfræðideild ). Gilda þá stúdents- prófin í stærðfræði og eðlisfræði sem 1. stig viðkomandi námsgreina til B.A. prófs, en eftir tveggja missera kennslu hefur verið tekið próf, sem kallað er l.og 2. stig, í stærðfræði er kennd undir annað stig mest algebra og auk þess ágrip af sögu stærðfræðinnar, en undir þriðja stig mun mest áherzla vera lögð á differential- og integral-reikning. í eðlisfræði er kennd undir 2. stig bók, sem að sniði er svipuð bókum J. K. Erik- sen, sem kenndar eru hér í sumum menntaskólum. Bok þessi er þó ýtarlegri eða að stærð 6-700 bls. Þegar hin nýja háskólareglugerð, sem í bígerð er, kemur til framkvæmda, mun verða breyting á kennslu í þessum tveim greinum, þannig, að stigin verða þrjú í raun og veru eins og í öðrum greinum B. A. námsins, en ekki er ákveðið hvernig námsefni verður þá niður raðað. Þá vík ég að mannkynssögu, en hana kennir Ólafur Hansson. Til l.stigs er ætluð þekking í fornaldar- og miðalda- sögu, svo og miðaldasögu Norðurlanda. Kennslubækur, sem notast er við, eru : Bonniers illusterade várldshistoria I. og II. bindi,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.