Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 29

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 29
57 - Ivars Orglands er því að mestu fólgið í fyrirlestrum og kennslu fyrir almenningp en þar fyrir þarf enginn að fælast B. A. nám í norsku. Spönskuk. var hafin hér við háskól- ann á síðastliðnu hausti. Enn er því ekki komið fast form á nám þetta. Jose F. Romero, sem áður hafði lokið hér ísl. - prófi fyrir erlenda studentas kennir spönsku, og þarf enginn að forðast spönsk- una af ótta við að skilja ekki kennarann. Frönsku kennir nu Magnus G. JÓnsson, menntaskólakennari. Er 1. stig upprifjun á menntaskólakunnáttunni í frönsku, en þó skulu lesnar um 600 -700 bls. á frönskum texta. Er sagan Colomba eftir Prosper Merimée þar á meðal, svo og ýmis frönsk leikrit og ljóð. Stílagerð skal í l.stigi aðallega beinast að höfuðatriðum beyginga og setningarfræðinnar, en í 2. stigi eru gerðar kröfur til aukins orðaforða nemand- ans. Skal og þá lesa yfirlit yfir franska bókmenntasögu og lestur texta verður um 1000 bls. 3. stig utheimtir allmikla leikni í að skrifa og tala frönsku og skulu nú franskar bókmenntir lesnar rækilegar ásamt með franskri málsögu. Franskur sendikennari starfar einnig við háskólann. Leiðbeinir hann um framburð og daglegt talmál. Þyzkukennslan er svipuð. Ingvar Brynjólfsson er hinn formlegi kennari, en sendikennari leiðbeinir einnig. Allmikil yfirferð mun vera í þýzkunáminu. Eru lesnar bækur svo sem : Vom Baum des Lebens eftir Hesse, Sagnasöfnin Stern- stunden der Menscheit og Amok eftir Zweig. Partur úr Faust eftir Goethe og sýnisbækur þýzkrar Ijóðlistar og óbundins máls. Málfræði er fyrst í stað dönsk : Tysk Grammatik, en þegar fram í sækir, lesa menn Geschichte der deutschen Sprache. Ennfremur eru lesnir kaflar úr ýmsum bókmenntasögum, svo sem Deutsche Litteratur og Geschichte der deutschen Dichtung eftir Frichse. Latínu kennir Kristinn Ármannsson rektor og er sú kennsla um margt lík því, sem gerist í menntaskólum. Lesið er til l.stigs 100 bls. af Caesar, 80 bls. af Cicero og 30 bls. af Liviusi. Ennfremur skal nú lesin málsaga og latnesk bók- mennta og menningarsaga. 2. stig útheimt- ir lestur á ritum Caesars, Ciceros og Sallusts og skulu rit nokkurra silfuraldar- höfunda lesín einnig. Á þessu stigi kennsl- unnar er og Romverjasaga lesin. 3. stig er beint áframhald með þyngdu námsefni og bætist nú miðaldalatína við. Próf eru bæði munnleg og skrifleg í öllum stigum. Efnafræði og gríska eru í sérflokki meðal B. A. greina. Strangt til tekið hafa greinar þessar ekki verið kenndar innan deildarinnar„ Engu að síður hafa menn lokið prófum í þeim greinum með því að stunda nám í þeim í öðrum deildum há- skólans. B„ A. próf í efnafræði hefur mönnum tekist að fá viðurkennt með því að sitja eitt ár í læknadeild og Ijúka undir- búningsprófi því, sem læknanemar Ijúka í efnafræði. Mun próf þetta samsvara 2 stigum í B. A„prófi,og hirði ég ekki nánar um að lýsa námi þessu, þar eð slík fræðsla heyrir frekar undir læknastúdenta. Grísku geta menn lært með því að sitja í tímum með guðfræðinemum. Það undirbúningspróf, er þeir Ijúka í grísku, gildir sem 1 stig til B. A.prófs. Mál- fræðikennslubók mun vera Græsk form- lære eftir Berg og Hude og stuðst er við uppskriftir kennarans, Kristins Ármanns- sonar, rektors, í setningafræði. Lesið er á grísku Anabasis eftir Xenópón, þó ekki öll bókin, ennfremur Markúsarguð- spjall allt og Varnarræða Sókratesar. Á þessu stigi námsins er áherzla ekki lögð á stílagerð. Kennsla til 2. stigs mun vera að hefjast nú og er það nýlunda. Áformað er að lesa eitthvað úr Hómers- kviðum í þessu stigi, en óráðið mun enn um annað námsefni. Geta má þess, að áhugi virðist þó nokkur meðal stúdenta almennt um grískunám. Þá vil ég að síðustu drepa á eina nýjustu greinina, sem kennd er innan há- skólans, en það er svokölluð Bokasafns- fræði. Björn Sigfússon háskólabókavörð- ur kennir fag þetta og mun gert ráð fyrir 1 */2-2 ára námi til tveggja fyrstu stig- anna. Grundvallaratriði fyrir námi þessu er vinna í bókasafni og mun ekki hægt að hefja nám nema menn hafi áður tryggt sér atvinnu á einhverju safni hér í bæ„ Hin verklega þjálfun skiptir hér mestu, en hins vegar er bóklegt nám allnokkuð, og léttist þó smátt og smátt eftir því sem nemandinn kynnist betur starfsháttum bókasafna. Aðaláherzla er lögð á kerfis- bundna skráningu bóka og útheimtir það allmikla þjálfun og er enda nokkuð stagl-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.