Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 5
OG engill Drottins stoð hjá þeim og dýrð Drottins Ijómaði í kring um þá3 og urðu þeir mjög hræddir. Og engillinn sagði við þá: '’Verið óhræddir, því sjá ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum s því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg DavíðSc " Luk. 2:9-11. Nottin er komin. Götuljósin varpa birtu sinni yfir stræti borgarinnar og þann litla snjó, sem fallið hefur undan- farna daga. Inni sit ég og hlusta. Hlusta á fallegan jólasálm, sem berst mér að eyrum. Ég hugsa um þann boð- skap, sem þessi sálmur hefur að flytja. Allt í einu heyri ég orð, sem leiða huga minn ósjálfrátt margar aldir aftur í tím- ann, allt til fyrstu aldar eftir fæðingu Frelsarans. Þessi orð eru nokkurn veg- inn á þessa leið: "Fjötrana hefur hann leyst, því að þrællinn er bróðir þinn. " * * * Hugur minn flýgur til borgarinnar Kólossu, sem var í landi því, er Róm- verjar þeirra tíma kölluðu Frýgíu, og nu er partur af Tyrklandi. Þar langt inn í landi stóð borgin. Þarna bjuggu margir menn, bæði grískir menn og innfæddir. Þeir, sem efni höfðu á því, áttu auðvitað þræla eft- ir heiðnum sið. Og einn þessara þræla nefndist Onesimus. Onesimus fann mjög til þess, að hann var þræll en ekki frjáls maður. Hann vildi verða frjáls. Og að lokum tók hann þá ákvörðun að strjúka. Hann vissi, hver áhættan var. Næðist stroku- þræll bjó hinn heiðni heimur honum ill örlög. En Onesimus elskaði frelsið, og þess vegna strauk hann. * Næst flýgur hugur minn lengra í vesturátt til hinnar stoltu drottningar heinnsins á þeim tíma, sjálfrar Rómar. í klefa einum þar í borginni situr gamall maður og ritar bréf. Hann er fangi, því að hermaður gætir hans. Hver er þessi gamli maður? Hann heitir Páll. Hvers vegna. er hann fangi? Af því að hann er kristinn. En fleiri eru í klefanum en þessir tveir. Hér sé ég einnig Onesimus. Hann horfir með eftirvæntingu á hönd gamla mannsins, sem hreyfist eftir pergament- inu. Á hvað horfir hann? Hvers vegna er hann staddur hér ? * Langur tími er liðinn síðan hann strauk frá Kolossu. Tími, fullur óróa og kvíða, ótta og nagandi óvissu yfir því að verða tekinn og látinn gjalda stroks síns. En þessa stundina er hann ekki óttasleginn. { brjósti hans býr ný von, sem gerir hann glaðan. Því að hann er ekki lengur heiðinn. Hann er kristinn. Hér í fangaklefanum heyrði hann af vörum Páls söguna af Guðs syni, sem fæddist sem lítið barn austur í Gyðinga- landi. Engillinn hafði kallað hann frels- ara. Fjöldi himneskra hersveita hafði lofsungið Guð við fæðingu hans. Al.lt líf sitt hafði hann gert gott, læknað sjúka, látið daufa heyra og mállausa mæla og boðað fátækum fagnaðarerindið. Og þeg- ar hann hafði verið negldur á kross- tréð með höndum vondra manna, fyrir- gaf hann þeim. Og á páskamorgun reis hann upp frá dauðum. Þetta gat en^inn nema Guð sjálfur gert. - Og nú truir Onesimus á Jesúm Krist. Hjarta hans er fullt af friði. Nú langar hann aftur til húsbóndans síns gamla. Páll þekkti hann og hafði sagt Onesimusi, að hann væri líka krist- inn. Nú væru þeir bræður, báðir hreins- aðir af blóði Krists. Og nú horfir One- simus á hendur postulans rita bréfið, sem átti að sætta hann við húsbónda sinn. * Ég ranka við mér. Ég sit inni í stofunni heima og Biblían liggur á borð- inu fyrir framan mig. Ég tek hana og Frh. á bls. 64.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.