Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 6
 - 66 Gengur um ganginn geispandi, lízt dragast á langinn lausnarstund. Klukkan er tíu mínutur yfir ellefu. Hann geispar og ráfar um. - "Hver ætli að sé að kenna bekknum hinum megin við ganginn?" Hann læðist á tánum að dyrunum og gægist inn. "Hvað er þetta, fíflið yðar ! Þer fáið null. Þer vitið, svona sjáið þér!" Hann sér kennarann mynda hring í bokina hjá sér og taka svo þann næsta upp. "Hvers konar kunnátta er þetta?" Kennar- inn galopnar augun og deplar þeim grafal- varlegur. ( í öðru munnvikinu er glott, sem má alls ekki sjást. ) "Þér fáið nuLl, þér vitið, svona sjáið þér!" Aftur sami hringurinn í békina. Nemandinn uti á gangi brosir. "Hvað skyldi hann vera buinn að uthluta mörgum nullum í dag?" Hann ráfar áfram að næstu dyrum. Þar stendur kennarinn, sveiflar gleraugunum og starir ut í loftið. "Kvenfolkið, já, jæja. Það hefur allt of mikil réttindi nu orðið, " hristir höfuðið, "situr hér og lærir logaritma!" Felur andlitið bak við stóran tóbaksklút. "Nei, það á að vera karlmönnunum undirgefið. " Hann snýtir sér rösklega, brýtur klutinn vel og vendilega saman og stingur honum í vas- ann. Vindur sér svo snögglega að ein- um nemandanum, réttir honum pening og segir eitthvað við hann. Nemandinn stendur upp, hátíðlegur á svip, og gengur til dyra. "Nei, sæll, ert þú að skrópa?" spyr hann þann, sem á ganginum er. "Ja, ne-i, ég fékk eiginlega leyfi til þess að fara fram." "En?" "Ég er að bíða eftir að hann klári að taka upp í stíl. Ég kann ekkert í endursögninni." Spyrjandinn hlær við og labbar í burtu. "Hvert ertu að fara?" "Kaupa neftóbak!" svarar hinn kankvíslega og sýnir honum pening- inn. Aftur sama ráfið um ganginn. Honum verður litið inn um enn einn hurðargluggann. Þar sér hann eina skólameyna standa skjálfandi upp við töflu. Hun hefur nýlokið við að skrifa stíl. Kennarinn horfir á hana nístandi og svo kuldalegu augnaráði, að jafn vel skeggið á honum stendur helfrosið út í loftið. "Nei, héðan er bezt að forða sér sem skjótast!" "Ætli kennarinn sé nú ekki loksins bú- inn?" Hann læðist að sínum eigin dyr- um og lítur inn. Kennarinn hallar sér makindalega aftur á bak í stólnum. Hann er að hlýða einu fórnardýrinu yfir endursögn. Honum leiðist. Allt í einu verður honum litið út um hurðargluggann. - Þeir horfast í augu. - Síðan rís kennarinn hægt á fætur. Hon- um leiðist ekki lengur. Hann gengur að hurðinni, rykkir henni upp og segir : "Eruð þér ekki að hugsa um að koma inn? " Nemandinn stendur utan dyra tví- stígandi. Hann horfir á kennarann, lúpulegur, neðri kjálkinn sígur alltaf lengra og lengra niður. "Ja, jú jú, " svo kemur hann sér inn úr dyrunum, gengur að borðinu sínu og sezt. "Jæja, hvað kemur svo næst í endur- sögninni?" spyr kennarinn. Nemandinn svitnar, hann grípur í borðið í kveljandi þögn. "Ver - ver - verloren sein. Lati. MOLAR úr III.-A. Franciska (í ísl. ) á að greina frá Bjarna (í sýnisb. bls.183) hvað hann gerir áður en hann fer að hátta, en hún sleppir því og segir: "Svo fór hann að hátta". Þá segir Finnbogi : "Við skulum ekki fara svona snemma að hátta. "

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.