Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 9
-69 - SUMIR kennarar hafa þann leiða sið að fara í sífellu með "hálfkveðnar " vísur, sem bekkurinn á síðan að botna. Þorhallur: "Merkustu heimildir fornar um sagnaskemmtun er að finna í frásögn- um af bruðkaupi. ...(?)" Siggi bræt : "Fígarós?" ÞÓRHALLUR : Skáld-Sveinn er skemmtilegasti maðurinn í íslenzkri ^ s bokmenntasögu að einu leyti. - Um hann er ekkert vitað. GUNNAR Norland í 6.-B: "Conversationalist er maður, sem kann að tala saman." BASI í 4.-Y: "Minnsta ein- ing, sem til er, nefnist ang- ström. Það er sænskur maður." ÞÝZKA í 5.-B. ... aber wie immer lagerten bláuliche Schatten in den Winkeln ihrer Augen. - Þyðandi: "En eins og alltaf lágu bláleitir skuggar í augna- 'S/syj tóf tunum." MAGNÚS Finnb. kemur inn í 6.-X ur 6.-B, og dregur andann léttara ; " Jamm. . . „ það er þó allténd munur að koma inn í bekk, þar sem svolítil vit- glóra svífur í loftinu. Oseiseijá. . ." EINAR Magg ( dreymandi ) : "Fyrir 40 árum þennan mánaðardag var nákvæm- lega sama veður og nú, og þá hringdi í mig kunningi minn, sem var ritsími. . (!)" "MIKILL er lærdomur vor og bókvísi." Nokkrir 3. -bekkingar standa frammi fyrir auglýsingu um slcólafund. Þá gellur við kotroskin rödd úr hópnum : "Vita þessir efri-bekkingar ekki, að rita skal "í sal"? " SJÓNARMIÐ ( ut af fyrir sig). Ingvar : "Stefan George er merkilegt skáld. Hann skrifar nafnorð með litlum staf. ..." "Hvað er merkilegt við Björn Ólsen? " ( Enginn svarar. ) Þórhallur : "Hann notar aldrei ypsilon." HJÖRTUR HALLDÓRSSON í 5.-B: "Það er orðið tals- vert langt síðan ég tók studentspróf." Inspector Einar; "Það mun ”• Z / víst vera drykklöng stund." GUÐNI í 5.-C : "Hvar vorum við nu staddar?" VILBORG þýðir : Public house. . . . "Svona almenningshus." 6. -X. LÚLLI: "Er ekki alla vega betra að vera magur en feitur?" jóhannes: "Ég veit það ekki, ég hef aldrei reynt það." ÞEGAR 5.-C var III. C. Þorhallur í sögu: "Hvað hétu svo lögin? " Geirlaug þegir ( manndrepandi þögn ). Þorhallur; "Það er kallað manndráp að tefja tímann fyrir öðrum. Og hvað hétu svo lögin?" Geirlaug: "Manndráp! ! !" NÁTTÚRUFRÆÐI í 5.-X. jóhannes; Hvað heitir fiskurinn á þessum tíma árs (þ. e. þegar svilin myndast? Siggi "bræt" : Svili !

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.