Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 10
I I. Ágæti vinur ! Ég hafði í rauninni hugsað mér að skrifa vini mínum ólafi R. Grímssyni langt viðurkenningarbréf fyrir störf hans í þágu íslenzkrar menningar. Var ég búinn að taka fram penna og pappír og hafði skrifað efst á pappírinn : Virðulegi Ólafur R. ! - En svo komst ég ekki lengra. Það var eins og einhver guð almáttugur hefði gripið í taumanna, rétt eins og honum félli ekki ætlun mín. Þá strikaði ég yfir það, sem ég hafði skrifað, - fyrst yfir virðulegi - og svo yfir Ólafur R. Og nú liðu nokkrir dagar. Þá hug- kvæmdist mér allt í einu : ef einhver verðskuldar bréf frá mér, þá er það Ómar. Og sá sá fyrir mér svipinn á kunningjum þínum, þegar þeir rekast á bréfið einhvers staðar í skrifborðsskúff- unni þinni. - Bréf til Ómars. Mikið hlýt- ur það að vera skemmtilegt bréf. Og svo lesa þeir bréfið, en meira get ég ekki farið fram á. Finnst þér þetta ekki nokkuð smart hugsað ? 1. Mikið hafði ég gaman af skrifum Sigurðar Stefánssonar í fyrsta Skólablað vetrarins. Að vísu ber það hvorki vott um fagran né kristilegan hugsunarhátt að geta hlegið að honum, vesalingnum ; og ég furða mig stundum á því, að ég skuli hafa getað fengið slíkt af mér. Enn furðulegra fannst mér þó hitt, að maður, sem ég hef alltaf haldið með fullam sönsum, skuli skrifa svona nokkuð. Þú hefur eflaust tekið eftir því, hve grein Sigurðar er músíkalskt upp byggð, en stefið er þetta : Ekki er þetta svara- vert. Greinin hefst á vægum inngangi,sem einkum fjallar um taugaveiklun Sigurðar sjálfs, greind mína og heimsku guðs. Að honum loknum bendir hann lesendum sínum vinsamlegast á það, að hann hafi enga hugmynd um takmark mannsins, og felur það vonandi í sér, að hann hafi ekki minnstu hugmynd um sín eigin tak- mörk, og verður það reyndar hverju barni Ijóst við lestur greinarinnar. En finnst þér það annars ekki hryggilegt, að ungur skólabróðir þinn skuli ana áfram í þessu jarðlífi án þess að gera sér nokkra grein fyrir hvert hann er að fara eða til hvers hann er að ana þetta áfram? Næsti kafli byggist einkum á tilvitn- unum í grein mína. Og þó ekki væri nema til að gefa þér ofurl'ítið sýnishorn af hinni bráðsnjöllu uppbyggingu kaflans, langar mig til að vitna í hann, enda þótt ég viti, að þú sert búinn að lesa grein- ina tvisvar sinnum yfir. Þar segir; "Þorsteinn skýtur spjót- um sínum fast. Hann segir; "Algóður guð skapaði jörðina, en skapaði hann ekki líka mennina, sem ætla að skemma jörðina hans með sprengjunum sínum." Það má vel vera, að Guð hafi skapað mennina, sem varpa sprengjum, en hver skapaði þá mennina, sem fórna sér fyrir meðbræður sína eða hina, sem skapa andleg eða áþreifanleg verðmæti. " Þú sérð, að hér hefur Sigurður tapað þeirri litlu glóru, sem hann heldur að guð hafi gefið sér. Hann heldur ser.n sé, að mín bjargfasta skoðun sé sú, að guð hafi skapað hið illa, en allt það góða hafi orðið til af sjálfu sér. Ég þykist vita, að nú hlæir þú með mér, enda er líka ástæða til. Finnst

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.