Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 12
- 72 - bara að það verði sem fyrst. II. 4. Það er ekki alveg nóg að hafa setið tvo menningarklubba til þess að geta tal- izt menningarunnandi, og þar sem ég þykist vita, hvað þu fylgist illa með menningarmálum þjóðarinnar, hef ég hugsað mér að segja þér nýjustu fréttir af þeim, en það er stofnun hins stór- merka menningarfélags íslenzkrar æsku. Eins og þér er kunnugt af blaða- fregnum, er það Ólafur R. , sem á veg og vanda af stofnun félagsins. Fyrsta verkefni Ólafs R. var að krefjast þess af dönsku þjóðinni, að hún léti þá sem bezt vita og vilja og sendi samstundis handritin heim. Hafði Ólafur hugsað sér að fara í fararbroddi fyrir göngu reyk- vískrar æsku á fund danska sendiherr- ans og afhenda honum ávarp, sem við höfðum verið látnir undirrita ásamt meiru en 5000 öðrum. Og þar sem Ólafur er diplómat í eðli sínu, hringdi hann í danska sendi- herrann nokkrum dögum áður, og til- kynnti, að hann væri væntanlegur 1. des- ember með orðsendingu til dönsku þjóð- arinnar. Sendiherrann var því miður ekki viðstaddur, en sagt var, að hringt yrði heim til Ólafs jafnskjótt og sendi- herrann hefði látið í Ijós slcoðun sína á málinu. Ég held, að ég hafi ekki sagt þér frá því, að ég hitti Ólaf sama dag og hann hafði talað við sendiherrann. Gladdi það mig, hve vel lá á honum. Sagði hann mér allt um símtalið við sendiherrann, og þótti mér það interess- ant, nema hvað ég tók það mjög nærri mér, að Ólafur sagðist ekki hafa skilið nema hluta af því, sem sendiherrann sagði. - En mundu það, að þetta segi ég þér í fullum trúnaði, og ef svo hrapal- lega vildi til, að þú glopraðir þessu út úr þér, þá máttu ekki undir neinum kringumstæðum hafa það eftir mér, því ef Ólafur frétti það, fyrirgæfi hann mér aldr ei. Bauð sendiherrann Ólafi að afhenda ávarpið kl. 11, en það tók ólafur ekki í mál, því þá hafði stjórn menningarfélags íslenzkrar æsku hugsað sér að halda blaðamannafund. Sagði Ólaíur, að sendi- herrann hafi tekið snöggt viðbragð, þegar hann heyrði þetta, og réð Ólafur það af viðbrögðum hans, að hann hafi ætlað að stinga ávarpinu undir stól fyrir hönd dönsku þjóðarinnar og láta það hvergi koma fram. En sendiherrann varð að láta í minni pokann fyrir Ólafi R. , og var honum stefnt í sendiráðið kl. 11,30. Yirtist mér Ólafur hlakka mikið til at- hafnarinnar í danska sendiráðinu. Þú getur nærri, að ég hafi verið eftirvæntingarfullur, þegar ég opnaði Morgunblaðið þriðjudaginn 2. desember, Átti ég von á tveim stórum myndum, á annarri gæfi að líta sendiherra Dana- veldis, sáran og reiðan yfir hinni háðu- legu útreið í símtalinu sællar minningar, og hjá honum Ólaf R. með bókina frægu í annarri hendi og kokkteil í hinni, því hver gleymir ekki sínum helgustu lífs- prinsíppum á slíkri fagnaðarstund. Á hinni myndinni átti ég auðvitað von a jóhanni Víglundssyni. En hvílík vonbrigði! Einhvers stað- ar inni í blaðinu var skitin tveggja dálka fyrirsögn og mynd af bókinni látin nægja. - Blaðamennirnir hafa líklega klippt burt ÓlaJ og kokkteilinn, hugsaði ég, og lái þeim það hver, sem vill. Enn jukust vonbrigði mín, þegar ég heyrði kvöldfréttirnar í útvarpinu, en þar átti ég von á veglegum fréttaauka með viðtölum við Ólaf og Francisku. En það er eins og íslenzka þjóðin sofi enn. Helztu snillingar hennar á liðnum öldum voru sveltir og traðkaðir í svað- ið, og þegar Ólafur og Franciska vakna til þess að ná handritunum heim, er eins og enginn veiti því minnstu eftir- tekt. Allir sofa. En ég hef óljósan grun um, að sendiherrann sé búinn að jafna sig. Og hver veit nema dálítið neyðarlegt bros færist yfir varir hans, þegar hann minn- ist dagsins, þegar sýnishorn einnar helztu útflutningsvöru Danaveldis heim- sótti hann til að krefjast handritanna heim ? - Kannske brosir konan hans með honum, kannske hlæja þau hatt. III. já, Ómar minn, við lifum erfiðu lífi í þessum heimi. En samt er ég bjartsýnn. Hver veit, nema barnabörnin þín eigi eftir að hlæja að honum guði og Frh. á riæstu b'Ls.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.