Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 14
74 - SYNDIN ber hæversklega á dyr og heilsar þér kurteislega, þegar þu opnar fyrir henni inn í forstofuna, en þegar í beztu stofuna er komið, hverfur henni öll hæverska. MeSan þu bregður þér frá að taka til einhverjar veitingar, brýtur hun alla beztu muni þína, og þegar þú kemur á vettvang, er hún öU á bak og burt. MEÐAL trjáa, sem vaxa mörg og þétt saman, er að finna hin hæstu, en hin fegurstu meðal trjáa, sem vaxa ein sér. GULLHRÚGA er minna virði en leir, sem listamannshendur hafa motað. LÍF sumra manna er ævintýri, en annarra Ijoð. VÍSASTA leiðin ao sannleikanum er að efast um það, sem flestir eru vissir um, og vera viss um það, sem flestir efast um. ÁSTIR og vín, auður og völd eru ekki gæði lífsins heldur freisting ÞAÐ eru ekki til miklir menn, heldur duglegir ; ekki snjallir menn, heldur menn, sem hafa augun opin; og ekki vondir menn, heldur menn, sem skortir sjálfstraust og sjálf svirðingu. TIL þess að segja lygi þarf mælsku, en til þess að segja sannleika þarf hugrekki. MENNTUN er solin, sem er aflgjafi alls lífa á jörðinni. Fræðsla er tunglið, sem aðeins sést, þegar það nýtur birtu sólarinnar. SEGÐU nakinn sannleikann, og enginn mun hlusta á þi^. Segðu sannleikann dálítið ýktan, og allir munu hlusta á þig.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.