Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 15
- 75 - VIÐ höfum alla galla aðra en þá, sem við sjáum að við höfum. AÐ vera ungur er að deyja á hverju kvöldi og fæðast á hverjum morgni ÞAÐ er misskilningur, að tízkan skapi fjöldann; það er fjöldinn, sem skap- ar tízkuna. SEGÐU mer hverjir eru óvinir þínir, og ég skal segja þer hvernig þu vilt vera. MENN ættu að fara með vizku sína og þroska, eins og barnið fer um uppá- haldsleikfangið sitt. Það hefur ekki mesta ánægju af að sýna það öðrum, heldur að njóta þess í einrumi eða með fáeinum félögum. FRELSI er folgið í því, að það sem við sjáum og heyrum, hafi engin áhrif á það, hvað við viljum sjá og heyra; það sem við gerum og segjum, hafi engin áhrif á hvað við viljum gera og segja; og það sem við erum, hafi engin áhrif á hvað við viljum vera. EF enginn telur þig einkennilegan og heimskan, ertu einkennilegur og heimskur. ÉG er trúrækinn, vorkunnlátur, miskunnsamur, skilningsgóður og samvizku- samur. Ég tilbið sjálfan mig, vorkenni mér innilega, fyrirgef mér allar mínar syndir, skil erfiðleika mína mæta vel og tel samvizkusamlega upp fyrir mér alla mína ágætu eiginleika. TAKTU af þér gleraugu foreldra þinna, láttu engan setja á þig gleraugu en horfðu á heiminn með eigin augum. ÉG horfi á leikarana á leiksviðinu, og mér verður hugsað til þess, að þeir hætta ekki að leika þegar þeir yfirgefa leiksviðið, heldur taka á sig annað gervi. Ég hugleiði, að allir í salnum eru leikarar og ef til vill meiri en þeir, sem eru á leiksviðinu. Mér dettur í hug, að vert væri að sýna á leiksviði menn, sem eru ekki leikarar heldur fyllilega frumlegir og eðlilegir, ef þeir eru þá einhverjir til. Anonymus.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.