Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 17

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 17
FYRIR allmörgum árum kom maður nokkur hingað til lands frá suðurlöndum. f fylgd með honum var ungur api af sjimpansakyni, er hann hafði keypt þar. Var apa þessum gefið nafnið jói. Snemma tók að bera á því, að hann hefði meiri gáfur en títt er um apa. Sást hann oft sitja með hönd undir k.inn og stara hugsandi ut í loftið. Einnig virtist hann hafa mjög gaman af tcnlist, sérstak- lega ;:ass. Eitt s n bar svo við, að frægur sálfræðingur kon á heimilið, þar sem jói var geymdur. V-.tti hann honum mikla at- hygli og ákvað u lokum að taka hann til sálfræðilegrar athugunar. Árangur þess- arar atliugunar var furðulegri en nokkur hafði buizt við. Kom í Ijós, að gáfnav'ísi- taia jóa var um það bil 117 stig, en það er talsvert hærra en gáfnavísitala meðal- manns. Var hann þess vegna stórkostlegt "gení" af apa að vera. Ollu þessi tíðindi mjög mikilli undrun, því að það hafði aldrei komið fyrir áður, svo menn vissu, að api fæddist með gáfur sambærilegar við gáfur manna, hvað þá með gáfur meiri en allur þorri manna hefur. Kom þeim sam- an um að reyna að kenna jóa eitthvað, og byrja þá á byrjuninni, sem se kenna hon- um að tala. Var hann nu hafður á heimil- um færustu sálfræðinga og kennara. Innan skamms hafði furðulegur árangur náðst. Gat hann þá myndað margar setningar, en ekki var framburðurinn góður. Minnti röddin einna helzt á Louis Armstrong (í Ameríku ). Er svo góður árangur hafði naðst i talkennslunni voru menn vitanlega æstir í að halda áfram. Var ágætur kennari fenginn til að kenna jóa barna- skola ærdóminn, reyndist hann mjög nám- fus og brátt kunni hann eins mikið og jafnaldrar hans af kynþættinum homo sepiens. Nokkrum árum síðar gat hann tekið landspróf, og var þá ákveðið að senda hann í Scholam Reycjavicensem. Þa?S vakti auðvitað ákaflega mikla athygli í þessari virðulegu menntastofn- un, að api skyldi kcma til að stunda þar nam. Voru menn ekki á eitt sáttir um ágæti þess. Þrátt fyrir það var jóa tekið ákaflega vel, er hann kom í skól- ann í fyrsta skipti. Þurfti hann helzt að fela sig í frímínutum, svo mjög hóp- uðust. menn i ^ringum hann. Fyrsta daginn var jói klæddur í grænt vesti með gylltum hnöppum. Birtist stuttu síðar skrípamynd af honum í skólablað- inu í þessum klæðnaði. Það er ekki ætlunin að rekja hér allt, sem gerðist fyrsta ár jóa í Mennta- skólanum. Þess skal aðeins getið, að hann stóð sig ákaflega vel í tolleringun- um. Klifraði hann þá upp framhlið skól- ans upp á þak og munaði minnstu, að hann slyppi. Einnig fór brátt mikið að bera á honum í félagslífinu, til dæmis var hann fyrsti þriðjubekkingurinn, er tók til máls á skólafundi. Var það að vonum illa séð af efribekkingum. Næsta vetur hafði jói alveg sam- lagazt skólalifinu. Fannst mönnum þá ekkert. athugavert við það að sjá sjim- pansa koma kjagandi upp tröppur skól- ans með tösku í annari hendi, í frakka og með þverslaufu um hálsinn. - jói kunni einnig mjög vel við sig innan um homo sapiens. í byrjun vetrarins gerðist atburður, er varð mjög örlagaríkur fyrir jóa. Var það á dansæfingu. jói hafði aldrei komið á slíkar samkundur áður, en fýsti þess mjög að vita, hvernig þær væru. Af einhverjum ástæðum forfallaðist söngvarinn, er átti að vera með hljóm- sveitinni. Datt þá einhverjum sniðugum manni í hug að fá jóa til að syngja. Gerði i.ann það, en þó tregur mjög. Ekki var hann fyrr byrjaður að syngja en vein allámátleg tóku að bergmála um salinn. Voru það ungmeyjar skól- ans, sem æptu, því að þeim lá við yfir- liði af hrif ingu. Höfðu þær aldrei fyrr heyrt svo dásamleg hljóð. Hugsanir karlpeningsins, er á hlýddi, munu vart prenthæfar, en þeir gátu ekkert að gert. jói söng nú nokkur lög í viðbót, en þá varð að slíta samkomunni því að flestar stúlkurnar höfbu fallið í rot. Næstu daga fékk jói engan frið fyrir áleitnu Frh. á bls. 79.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.